KVENNABLAÐIÐ

Camilla öskureið vegna nýrra upplýsinga um framhjáhald Charles

Í nýrri ævisögu um Charles Bretaprins kemur fram að hann hafi átt í ástarsambandi við athafnakonuna Sue Townsend. Nafn bókarinnar er Prince Charles: The Passions and Paradoxes of an Improbably Life, og er höfundurinn Sally Bedell Smith. Segir Sally að Sue neiti ekki fyrir að um „skot“ hafi verið að ræða: „Ég ætla nú ekki að fara þangað (en) já, við vorum náin en það er langt síðan,“ segir Sue í bókinni.

Ástkona Charles til margra ára, Camilla Parker Bowles er sögð afar reið og niðurlægð vegna bókarinnar. Þetta gerðist þegar Charles var enn giftur Díönu prinsessu og hélt við Camillu. Heimildarmaður segir að Camilla hafi alltaf talið að hún hefði Charles í vasanum: „Hann deildi rúmi sínu með henni, áður og á meðan hjónabandi þeirra Díönu stóð og Camilla var líka gift einum vina hans, Andrew Parker-Bowles. Camilla notaði kynlíf mikið til að stjórna Charles og hún má ekki heyra á það minnst að hann hafi tekið yngri ljósku fram yfir hana. Hún tryllist úr afbrýðisemi.“

Sue Townsend
Sue Townsend

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!