KVENNABLAÐIÐ

Mariah Carey átti ömurlega byrjun á árinu

Söngfuglinn Mariah Carey átti frekar erfitt kvöld í gær þegar hún söng á Times Square í New York, stærsta nýársviðburði í Bandaríkjunum. Augljóst var að hún söng ekki beint heldur urðu varahreyfingarnar afar ótrúverðugar þar sem hún heyrði ekki í sjálfri sér. Endaði atriðið á því að hún stormaði út af sviðinu í fússi eftir að hafa brotnað niður og farið að gráta. Varð fólk ekki ánægt með frammistöðuna, en sumir sögðu hana vera ekta 2016 – og fögnuðu nýju ári.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!