KVENNABLAÐIÐ

Hvernig losna má við fílapenslana…í eitt skipti fyrir öll!

Það er ekkert leiðinlegra en að fá fílapensla og þeir setjast gjarnan að á nefinu, í kringum nefið og á hökusvæðinu. En það má ýmislegt gera til að losna við þessa hvimleiðu gesti án þess að grípa til örþrifaráða eins og að kreista andlitið og skilja eftir ljót ör og roða.

girl-with-blackheads-or-Open-Comedo

Fyrirsögnin á þessum pistli er Hvernig losna má við FÍLAPENSLANA í eitt skipti fyrir öll og auðvitað getum við ekkert lofað því en þessi ráð  hér að neðan eru samt frábærar leiðir til að losna við þennan fjanda.

71615-blackheads-on-nose

Mikilvægt er að halda húðinni hreinni og ef þú notar andlitsskrúbb að muna að nudda ekki of fast því það ýtir þessum gestum lengra undir húðina og það viljum við ekki því þá getur myndast sýking sem verður til þess að það myndast bóla.

homemeade-facial-scrub

Skoðaðu húðina vel undir stækkunarspegli og afmarkaðu hvar svæðin eru sem þú vilt hreinsa. Ef þú ert með viðkvæma húð vegna sólbaða skaltu bíða þar til húðin er orðin eins og hún á að sér að vera.

D616F0E9-A7D8-42B1-B0C5-8DE5EA9E41D3

Hér nokkur góð ráð handa ykkur og skrifið okkur endilega ef þið kunnið leiðir sem reynst hafa vel á sykur@sykur.is :

1. Hitaðu húðina undir heitri gufu.  Settu sjóðandi vatn í skál og breiddu handklæði yfir höfuðið og láttu gufuna úr skálinni opna svitaholurnar. Vertu þarna stutta stund 10-15 og hreinsaðu húðina vel á eftir með vatni eða andlitsvatni. Þetta gerir gagn og auveldara er að stjúka fílapenslana í burtu! Eins er upplagt að nota fílapenslaþynnur sem seldar eru í apótekinu að andlitsgufunni lokinni. Það gerir enn meira gagn að nota þær eftir gufuna en að líma þær á kalda húðina.

tinh-dau-tri-mun1

2. Berðu eggjahvítu með pensli á erfiðu svæðin og láttu þorna. Munið að húðin þarf að vera hrein og þurr. . Endurtaktu 3-4 sinnum eða þar til að eggjahvítan hefur myndað lag á yfirborði húðarinnar. Láttu bíða á húðinni í 10 mínútur. Þvoðu svo andlitið með heitum og rökum þvottapoka.

apply-toothpaste-on-blackheads

3. Búðu til skrúbb úr borðsalti og tannkremi í þessum hlutföllum 1/2 tsk salt á móti 1/2 teskeið af tannkremi. Burstaðu þessu með gömlum mjúkum tannbursta létt yfir staðina sem á að hreinsa og leyfðu að standa stutta stund (ef þig svíður þvoðu þér þá strax) Skolaðu vel af með volgu vatni. Gættu þess að fara aldrei með þessa blöndu nálægt augnsvæðinu. Aldrei!

cleanskin

4. Mikilvægt er að halda húðinni hreinni dags daglega ef þú vilt halda fílapenslunum frá.  Muna að þvo sér vel og vandlega í framan og alveg sérstaklega ef þú ert búin að nota farða eða vera mikið útivið. Vatnið er alltaf best fyrir húðina hvort sem er utan eða innan!

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!