KVENNABLAÐIÐ

Dísæt BOLLAKAKA með dökku SÚKKULAÐI og bræddum SYKURPÚÐUM

Þú hefur þó ekki heyrt um ALVÖRU bollakökur? Brjálæðislega freistandi, sykurhúðaðar og súkkulaðisætar BOLLA-kökur. Sem eru framreiddar í stórum kaffibolla, bakaðar í örbylgjuofninum og bornar fram með kaffinu. Þessi hér er svoleiðis; ekta fyrir kærustuparið eða vinkonurnar.

Uppskriftin hér að neðan dugar fyrir einn en lítið mál er að tvöfalda uppskriftina svo úr verði sykursæt bollakaka fyrir tvo (hvað á maður annars marga risastóra kaffibolla?) með muldu hafrakexi, dökku súkkulaðiívafi og auðvitað dísætum sykurpúðum. Það er ekki alltaf hægt að vera í hollustunni!  

Þetta þarf í uppskriftina!

Hráefni sem til þarf: Ljúffeng, einföld og ferlega forvitnileg
Hráefni sem til þarf: Ljúffeng, einföld og ferlega forvitnileg

 .

Uppskrift / Hráefni:

2 – 3 msk fínmulið hafrakex

3 ½ msk bráðið ósaltað smjör

2 msk hrásykur

1 vænt egg

½ tsk vanilluþykkni

½ dl hveiti (All-Purpose hveiti er best í þessa uppskrift)

2 msk dökkt kakóduft (því dekkra, því betra)

hnífsoddur af lyftidufti

hnífsoddur af salti

40 gr fínhakkað mjólkursúkkulaði

lítil hnefafylli af sykurpúðum (marshmallows).

.

Byrjið á því að setja 3 msk smjör og 30 gr mjólkursúkkulaði í litla skál og bræðið í örbylgjuofninum í 20 – 30 sekúndur. Leggið til hliðar. Setjið nú hálfa msk af smjöri í aðra litla skál, hrærið saman við hafrakexmylsnuna og jafnið vel saman. Leggið nú hafrakexmylsnuna í botninn á bollanum.

smoresmug-1-2
Haframylsnan fer í botninn og helmingur af deiginu ofan á kexmylsnuna

Hrærið eggið, sykurinn og vanilluþykknið saman þar til blandan verður mjúk. Bætið við hveiti, lyftidufti, salti og kakódufti. Hrærið þar til blandan er þykk og mjúk. Hellið bræddu smjörinu og mjólkursúkkulaðinu út í blönduna og hrærið vel þar til allt er orðið jafnt og fallegt. Nú fer afgangurinn af mjólkursúkkulaðinu út í.

Helmingurinn af blöndunni fer nú ofan í bollann, ofan á hafrakexið – en sykurpúðarnir fara ofan á – sem sagt, í miðju bollans. Seinni helmingur blöndunnar fer ofan á sykurpúðana svo úr verður dísæt samloka með dökku súkkulaðiívafi!

smoresmug-2
Helminga á magnið í bollann, sykurpúða í miðjuna og deigið ofan á

*ATH: Afgangurinn af deiginu fer ofan á sykurpúðana og fyllir bollann...

smoresmug-2-2
Stráið muldu hafrakexi ofan á brædda sykurpúðana og berið fram!

Stingið inn í örbylgjuofn og hitið í ca. 1.20 mínútur upp að 2 mínútum. Ágætt er að stilla örbylgjuofninn á 80% styrkleika. Gott er að bæta sykurpúðum ofan á deigið áður en bollinn er settur inn í ofninn, sem myndar dísæta ísingu. Myljið hafrakex yfir þegar bollinn er tekinn út og berið fram með teskeið!

ATH! – Sniðugt er að taka bollakökuna úr örbylguofninum, leggja svo sykurpúða ofan á og „grilla“ með vænum arinkveikjara. Sykurpúðarnir sviðna örlítið og bráðna ofan á bollakökunni, sem svo aftur myndar dísæta ísingu ofan á kökuna. Haframylsnan fer að lokum ofan á dýrðina!

Skál í boðinu!

smoresmug-6

 

Þýtt og endursagt: HowSweetEats

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!