KVENNABLAÐIÐ

Frábærar ástæður fyrir því að borða avókadó – og nóg af því

Það er ekki bara gott, heldur líka ótrúlega hollt og það sem er enn betra er að það gæti hjálpað þér við að missa nokkur kíló, það er ef þú þarft þess og vilt.

Avókadó er einstakur ávöxtur sem gefur þér fullt af næringarefnum, er einstaklega kalíum ríkt og með fullt af hollum fitusýrum sem hafa góð áhrif á hjarta- og æðakerfi og sumir vilja meina að minnki líkur á krabbameini.
Það er einstaklega ríkt af trefjum sem örva meltinguna.

Ef þú borðar það reglulega þá getur það lækkað kólesteról LDL (vonda kólesterólið) um allt að 22% og aukið HDL (góða kólesterólið) um allt að 11%.

Screen shot 2015-01-29 at 15.53.24
Rannsóknir hafa sýnt að það að borða avocadó með öðru grænmeti getur aukið til muna upptöku á andoxunarefnum úr fæðunni en avókadó er líka ríkt af andoxunarefnum eins og Lutein og Zeaxanthin sem eru mikilvæg fyrir augun og geta minnkað líkur á gláku og fleiri augnsjúkdómum.

Sumar rannsóknir hafa sýnt fram á forvörn gegn blöðruhálskrabbameini ef þú borðar mikið af avókadó.

Margir vilja meina að að geti hjálpað við að missa kíló því það örvar meltinguna vegna þess hve trefjaríkt það er og það veitir góða fyllingu svo þú verður ekki fljótt svöng ásamt því að það heldur blóðsykrinum stöðugum í góðan tíma eftir þú neytir þess, svo löngun í sætindi kemur síður upp.

Það er hægt að bæta því í öll salöt, hægt að borða það með flestu eða  bara tómt, guacamole er rosa gott og auðvelt að búa til og borða með hollu hrökkkexi t.d. og svo er það vinsælasti morgunmaturinn á okkar heimili þessa dagana, ristað spelt- eða súrdeigsbrauð með avókadó.

avocado-toast

Uppskrift fyrir 2

1 Avókadó
1 mtsk sítrónusafi
1 mtsk fersk minta
1/4 tsk salt
1 mtsk feta ostur
4 sneiðar af súrdeigs- eða speltbrauð

Aðferð:

Notaðu gaffal til að stappa avókadóið í „chunky“ bita. Bættu sítrónusafa, smátt skorinni myntu og saltinu samanvið. Hrærðu allt saman. Bættu varlega stöppuðum fetaosti saman við og pipraðu með smá svörtum pipar. Ristaðu brauðið og smurðu með avókadó blöndunni.

Namm!