KVENNABLAÐIÐ

Fæddi fjóra kettlinga undir jólatréinu

Jólin komu snemma í ár hjá þessari fjölskyldu en læðan Tink fæddi fjóra kettlinga undir jólatréinu þeirra. Danielle Lopez er 17 ára gömul og hún og fjölskylda hennar björguðu kisunni Tink fyrir þremur mánuðum síðan: „Hún hefði dáið ef við hefðum ekki bjargað henni. Hún var ekkert nema skinn og bein,“ segir hún.

Auglýsing

kis4

Fyrir tveimur dögum var Danielle í stofunni þegar hún heyrði lítið mjálm: „Ég hélt að þetta væri hin kisan okkar en þá var þetta fyrsti kettlingurinn grátandi. Ég var í sjokki!“

kis3

Auglýsing

Þrír kettlingar fylgdu svo á eftir og allir fæddust þeir undir jólatréinu. Þeir voru eins og litlir pakkar! Fengu þeir allir nafn við hæfi: Noel, Joy, Christmas og Faith. Danielle setti mynd af þeim á Twitter og flestir höfðu á orði að þetta væri jólakraftaverk!

kis5

kis2

kis1

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!