KVENNABLAÐIÐ

H&M opnar á Íslandi haustið 2017!

Spennandi fréttir fyrir H&M aðdáendur: Í stað Hagkaups á annarri hæð Kringlunnar kemur fataverslunin H&M. Verður verslunin um 1000 fermetrar og væntanlega boðið upp á allt sem boðið er uppá erlendis. Á vef Haga segir:

Hagar, fyrir hönd Hagkaups, og Reitir hafa endurnýjað leigusamning milli félaganna í Kringlunni.  Gildistími nýs samnings er til ársins 2028. Ný verslun Hagkaups verður á einni hæð, í stað tveggja áður, og verður verslunin rúmlega 3.600 fm á 1. hæð í norðurenda verslunarmiðstöðvarinnar. Það verslunarými verður endurnýjað og er ráðgert að opna nýja og endurbætta verslun á haustmánuðum 2017. Stærstur hluti 2. hæðarinnar, eða um 2.600 fm, fer undir nýja H&M verslun, sem ráðgert er að opni seinnihluta árs 2017. Samningar eru síðan á lokastigi við alþjóðlegt fatamerki um að reka um 1.000 fm verslun við hlið H&M á 2. hæðinni í norðurenda Kringlunnar.

Saga Hagkaups og Kringlunnar er samofin, allt frá opnun Kringlunnar árið 1987, en frumkvöðull byggingarinnar var Pálmi í Hagkaup. Það er því Reitum og Kringlunni mikið ánægjuefni að vera Hagkaups, sem ankerisverslunar í Kringlu, skuli áfram vera tryggð til næstu 10 ára.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!