KVENNABLAÐIÐ

Sat í fangi sveinka sem hvíslaði að honum…svo fór hann að hágráta

Í Bandaríkjunum er mikil hefð fyrir jólasveinamyndatöku. Börnin setjast í fangið á jólasveininum og segja honum hvað þau óska sér í jólagjöf. Móðir nokkur í N-Karólínuríki segir þó farir sínar ekki sléttar af þessum sveinka sem drengurinn hennar, níu ára, var búinn að hlakka til að hitta.

Í sjónvarpsviðtali við WLOS stöðina sagði Anthony Mayse að hann hefði brostið í grát í fangi jólasveinsins, því sveinki sagði honum að hann væri of þungur að sitja í kjöltunni á honum: „Svo sagði hann mér að borða minna af hamborgurum og frönskum. Hann vanvirti mig rosalega og mér líður enn illa út af þessu.“

Auglýsing

Ashley Mayse, móðir hans, hafði undirbúið daginn sérstaklega til að fara með krakkana á skauta og hitta jólasveininn. Þennan sama og eyðilagði svo daginn fyrir þeim: „Ofboðslega dónalegt. Ég hef aldrei heyrt annað eins. Mér dauðbrá þegar ég sá að hann fór að gráta.“

Eftir atvikið hélt Anthony áfram að gráta og grét allan daginn: „Ég var enn grátandi þegar ég fór að sofa. Mig langar að segja við hann að hann geti ekki vanvirt níu ára barn svona. Alveg sama í hvaða stærð eða lagi þú ert, skiptir ekki máli.“

Ashley vill taka málið lengra og vill að sveinki verði rekinn: „Ég vil hann rekinn því ég vil ekki að fleiri börn verði fyrir barðinu á honum. Ég meina, þetta eyðilagði son minn gersamlega.“

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!