KVENNABLAÐIÐ

10 merki þess þú sért komin/n með nóg af núverandi sambandi

Hefur þú spurt þig sjálfa/n nýlega hvort þú sért raunverulega hamingjusöm eða hamingjusamur í núverandi sambandi? Samkvæmt einum sérfræðingi eru ýmis dulin merki þess að þú sért í raun ekki sátt/ur við núverandi fyrirkomulag. Svo er það auðvitað þitt að ákveða hvert framhaldið verður.

Tíu atriði ku vera ákveðinn ásteytingarsteinn um hvort ákvarða skuli hvort þú sért í raun í hamingjusömu sambandi. Hversu mörg tengir þú við?

Are you subconsciously unhappy in your relationship? One expert reveals the 10 signs that prove it's finally time to call it quits... so how many can you relate to?

2. Þú verður auðveldlega pirruð/pirraður á makanum. Þú uppgötvar allt í einu að þú ert að ranghvolfa augunum yfir einhverju sem makinn gerir eða segir…jafnvel yfir ómerkilegustu hlutum.

3. Þið hættið við að stunda kynlíf….stundum í langan tíma. Margir sérfræðingar eru sammála um að kynhvötin nái einhverju hámarki á ákveðnum tíma í sambandinu en ef makinn er ekki að gera neitt fyrir þig þegar hann er nálægt þér gæti það verið tákn um að eitthvað annað og alvarlegra gæti verið að.

Auglýsing

4. Þú vilt eyða meiri tíma ein/n. Óhamingjusöm pör fjarlægjast hvort annað frekar en að búa til rými fyrir hitting með vinunum eða eitthvað álíka sem þið eruð vön að gera. Tákn um óhamingjusemi er þegar þú eyðir of miklum tíma ein/n.

5. Þú hættir að hrósa makanum: Þú berð tilfinningar þínar utan á þér svo að segja og speglar þær. Ef þú ert óhamingjusamur einstaklingur leitast undirmeðvitundin við að gera aðra líka óhamingjusama.

If you find yourself constantly rolling your eyes and tutting at the most insignificant things your partner does, it may be time to call it a day

6. Þú missir sjálfstraustið: Ef þér finnst þú ekki aðlaðandi lengur er ágætt að skoða af hverju það er, hvort sem það er í augum makans eða annarra.

7. Þú hættir að hlakka til að koma heim úr vinnunni: Þegar þú býrð með manneskju sem lætur þér ekki líða vel reynir þú meðvitað eða ómeðvitað að vera ekki nálægt henni. Allt í einu hljómar það spennandi að vinna nokkra aukaklukkutíma.

Auglýsing

8. Þú hættir að ákveða frí með makanum: Að ákveða fram í tímann er eitthvað sem maður gerir þegar maður er ástfanginn/elskar einhvern.

9. Þú hættir að hugsa jafn vel um þig  – ef þú tekur eftir að þú ert hætt/ur að finnast jafn mikilvægt og áður að gera þessa basic hluti sem láta þig líta vel út segir það margt. Þegar þér líður illa fer þér að vera meira sama um útlitið.

10. Þú gerir lítið út makanum fyrir framan vini þína/ykkar. Þegar þér líður illa í sambandi ferðu að missa virðingu fyrir makanum þannig að ef þú gerir lítið úr honum eða henni á almannafæri er það alvarlegt tákn um að eitthvað sé að.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!