KVENNABLAÐIÐ

Uppskrift: Drykkur til að létta á lungunum

Hvort sem þú reykir eða ekki geta lungun oft „kvartað“ þegar kalt er í veðri eða kvefpest bankar upp á. Við rákumst á uppskrift sem bjargar lungunum frá hósta og vosbúð. Uppskriftina færðu hér að neðan.

Það sem þú þarft:

2 matskeiðar túrmerik

Engiferbita á stærð við þumal

Pott með heitu vatni

1 miðlungsstóran lauk

1 og 3/4 bolla af sykri

Einn lítra af vatni

 

Til að búa til drykkinn þarftu að setja vatnið í pott og bæta sykrinum við. Hitið að suðu. Á meðan sneiðið laukinn smátt og líka engiferrótina. Bætið í vatnið og sjóðið. Síðan er túrmerik bætt við og hitinn lækkaður. Haldið áfram á hitanum þar til blandan hefur minnkað um helming. Setjið í skál og látið kólna. Geymið í ísskáp.

Neysla: Takið tvær matskeiðar af blöndunni á fastandi maga á hverjum morgni. Endið daginn á því sama. Eftir nokkra daga á þér að líða betur. Túrmerik hefur hátt innihald omega 3 fitusýra og drykkurinn hefur hátt steinefna- og vítamíninnihald. Engifer hefur verið notaður í aldir til að fjarlægja slím úr lungum. Njótið drykkjarins og ekki gleyma að deila á vini og kunningja sem gætu haft gott af þessari uppskrift!

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!