KVENNABLAÐIÐ

Hvað sérð þú á þessari mynd? Svarið segir margt um þig!

Horfðu á myndina. Ekki of lengi og ekki of stutt. Leggðu á minnið hvað myndin segir þér og skoðaðu svo svörin hér að neðan.

hvad-inni

 

 

Það sem ég sá:

Sprenging

Ef þú sást sprengingu er það til merkis um það að þú hefur vel þróað ímyndunarafl og hefur það hjálpað þér í allskonar aðstæðum. Líklegt er að þú sért skapandi einstaklingur sem vinnur við skapandi, jafvel listrænt starf. Ef ekki, þá ertu með leynda hæfileika á því sviði! Hugsaðu um hvað þér fannst gaman að gera sem krakki – var það kannski að teikna eða syngja? Að minnsta kosti myndi nýtt áhugamál ekki gera þér neitt slæmt. Þú þarft að nota sköpunargáfuna til að lifa lífi sem uppfyllir kröfur þínar á því sviði.

Tvær hendur

Ímyndunarafl þitt er vel þroskað en á sama tíma treystir þú á rökhugsunina sem akkeri fyrir þær ákvarðanir sem þú tekur. Þú sérð það sem ber fyrir augu, fyrst og fremst. Þú ert með heilan haus og fólk getur alltaf leitað til þín ef það á í vandræðum. Þú leggur oft kalt mat á hlutina með þínum skýra huga þannig þú átt auðvelt með að bindast erfiðum aðstæðum ekki tilfinningaböndum, svo að segja. Þú ferð ekki á límingunum í erfiðum aðstæðum og ert alltaf róleg/ur, sama hvað gengur á. Einnig róar þú aðra niður. Fólk sér sterkan leiðtoga í þér og laðast að þeim eiginleika.

 
Auglýsing

Tré

Þú ert afar athugull einstaklingur sem tekur eftir smáatriðum. Það er engin leið að halda hlutum leyndum fyrir þér, hvorki upplýsingum né öðru. Þú veist hvernig ná á fram upplýsingum frá fólki í kringum þig og á sama tíma ertu mjög viðkvæm/ur fyrir því skapi sem fólk í kringum þig er í. Þú kannt að velja tímasetningar, hvenær rétt er að varpa fram spurningu eða segja ákveðna hluti. Köllun þín er að starfa í viðskiptaumhverfi. Þú munt ná árangri þar því þú þarft að nota nákvæmnina og samviskusemina.

Ekkert

Ef þú sást ekkert við að horfa á myndina að ofan þarftu að hvíla þig. Þú ert greinilega þreytt/ur og finnst erfitt að leysa ákveðin verkefni. Þú átt erfitt með að botna í hlutunum og þarft á sjá aðrar hliðar á málunum! Þú átt til að taka hlutunum of bókstaflega og þarf í alvöru að taka smá hvíld. Ef þú ferð eftir því ráði ættirðu að öðlast styrk til að takast á við nýjar áskoranir.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!