KVENNABLAÐIÐ

Maðurinn sem fann upp Corona bjórinn gerði alla íbúa heimaþorpsins að milljónamæringum

Á einni nóttu urðu allir 80 íbúar spænska þorpsins Cerezales del Condado milljónamæringar. Ástæðan var sú að Antonino Fernández, stofnandi Corona bruggverksmiðjunnar, lést og arfleiddi íbúa þorpsins að auðæfum sínum.

Antonio var fæddur og uppalinn í Cerezales del Condado áður en hann fluttist til Mexíkó árið 1949, þá 32 ára að aldri. Í Mexíkó fór hann að vinna fyrir konu frænda síns sem átti Grupo Modelo, fyrirtækið á bak við Corona bjórinn sem síðar varð og er enn vinsælasti bjór Mexíkana.

Auglýsing

Byrjaði Antonio á gólfinu eins og sagt er, á lagernum, en færðist hægt en örugglega upp valdastigann. Árið 1971 var hann orðinn framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Átti hann heilmikið að segja um vinsældir bjórsins á heimsvísu, sérstaklega um markaðssetningu hans erlendis. Þrátt fyrir að vera milljarðamæringur gleymdi hann aldrei uppruna sínum og var sífellt að gefa í spænsk góðgerðasamtök – m.a. setti hann upp samtök sem hjálpuðu fötluðu fólki að finna sér atvinnu. Engan grunaði þó hversu sterkar tilfinningar hann bar til heimabæjar síns fyrr en erfðaskráin var lesin.

corona2
Cerezales del Condado

Antonino Fernández lést í ágústmánuði árið 2016, 99 ára að aldri. Lét hann eftir sig um 210 milljón dollara og áttu þeir að renna til 80 íbúa Cerezales del Condado, þannig hver og einn fékk um 2,6 milljón dollara hver (2.924.740.000 íslenskar!).

Maximino Sanchez sem á eina bar bæjarins segir í viðtali við dagblaðið Diario de León: „Við höfum aldrei átt neina peninga áður. Ég veit ekki hvað við hefðum gert án Antonio.“ Aðrir íbúar eru afskaplega glaðir og hamingjusamir líka, eins og gefur að skilja.

Auglýsing

Eins og það hafi ekki verið nóg að gleðja íbúana lét Antonio líka eftir leiðbeiningar um hvernig ætti að byggja menningarsetur í bænum og gaf einnig fé í uppbyggingu dreifbýlisins í kringum þorpið.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!