KVENNABLAÐIÐ

Stefanía hjálpar heimilislausri kenískri vinkonu sinni að endurbyggja heimili sitt

Stefanía Pálsdóttir skrifar: „Í maí síðastliðnum hélt ég til smáþorps við Viktoríuvatn í Kenýa, þar sem ég og vinkona mín ætluðum að dvelja í mánuð við upptökur á lítilli heimildarmynd og kíkja í heimsókn í skóla sem Paul, kenískur vinur okkar sem er búsettur á Íslandi með fjölskyldu sinni, byggði upp með aðstoð Íslendinga. Svæðið er eitt það fátækasta og strjábýlasta í landinu, en þaðan er um tíu klukkutíma bílferð til höfuðborgarinnar Nairobi.

Hús Rosalie áður en það var eyðilagt
Hús Rosalie áður en það var eyðilagt

Eitt leiddi af öðru og allt í einu vorum við búnar að kynnast og bonda við yndislega konu, hana Roseline sem bjó í grennd við þar sem við gistum. Höfðum við í sameiningu ákveðið að gera stutta mynd um líf hennar en saga hennar endurspeglar jafnframt allt of algenga stöðu kvenna á strjábýlum svæðum sem þessum; AIDS, nauðganir á barnungum stúlkum, óvelkominn getnaður og fátækt sem er ólýsanlega erfitt að komast úr.

Auglýsing

Mánuðurinn leið en þegar við vorum komnar aftur heim fengum við þær frétti að húsið hennar (lítill eins herbergja moldarkofi) hafði verið eyðilagt. Það eru grunaðir sökudólgar, en til að gera langa sögu stutta er hún á þessa leið: Nágrannar hennar rústuðu húsi hennar þegar hún og þrjú börn hennar voru að heiman. Í dag eru þau heimilislaus.

Rústirnar
Rústirnar

Upprunalega langaði okkur til þess að hjálpa henni við að koma undir sig fótum í leiguhúsnæði, en þar sem það er tiltölulega ódýrt að byggja hús þarna, en þá kviknaði sú hugmynd að sennilega hjálpaði það henni enn meir að eignast traust húsnæði fyrir sig og börnin sín.
Við erum að tala um að 2ja svefnherbergja hús (sem yrði byggð LANGT í burtu frá þessum nágrönnum!) Það kostar um það bil 110.000 ISK, 90.000 fyrir efniskostnað og tæpar 20.000 fyrir vinnuna, en við erum komnar með trausta verktaka fyrir verkið.

Þrjú af fjórum börnum hennar
Þrjú af fjórum börnum hennar. Stefanía segir: „Elsta barnið hennar er flutt að heiman og býr í Mombasa, sem er alveg hinum megin í landinu og við hittum hana síðar í ferðalaginu“

Við erum nú þegar komnar með ca. 50.000 krónur og er það næstum helmingur þess sem til þarf. Eruð þið til í að hjálpa okkur? Söfnunarreikningurinn er 513-14-405700 og kennitalan 010790-3609

Auglýsing

Ef svo yndislega vill til að safnist eitthvað umfram fer það beina leið í að styrkja stöðu annarra kvenna í heiminum. Think globally, act locally! 

af-4

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!