KVENNABLAÐIÐ

Benecos: Náttúruleg fegurð fyrir alla, bæði grænkera og aðra!

Benecos er snyrtivörumerki sem hefur þróað náttúrulegar og fallegar förðunarvörur á viðráðanlegu verði. Vitundarvakning hefur orðið meðal Íslendinga varðandi skaðleg innihaldsefni í snyrtivörum. Það getur verið hægara sagt en gert að rata um frumskóg innihaldsefna og því er gott að geta bent lesendum á Benecos vörurnar. Þær eru án paraffíns, parabena, sílikons, PEG og innihalda engin tilbúin litar-, ilm- eða rotvarnarefni. Til að toppa þetta allt þá eru allar vörurnar frá Benecos lífrænar og eru ekki prófaðar á dýrum. Hér má sjá hluta af úrvalinu. Flestar vörurnar sem sýndar vegan, fyrir utan varalitinn og glossið, það er að segja þær innihalda engar dýraafurðir.

bene-varal
Ljómandi varir með varalit og glossi.

 

Í miklum kulda og frosti er mikilvægt að verja húðina. Dagsdaglega er hentugt að nýta farða til þess en mikilvægt er muna að þrífa húðina vel að kvöldi. Natural creamy farðinn tryggir jafna og slétta áferð með meðal þekju. Ef húðin er olíumikil eða á það til að glansa yfir daginn má nota ólitað steinefnapúður til að setja yfir farðann.

bene-3
Hægt er að nota bursta eða svamp til að setja farðann á sig.

 

Nýlega kynnti Benecos tvo nýja maskara til sögunnar, Natural Vegan Wonder og Natural Vegan Volume. Natural Vegan Wonder maskarinn inniheldur e-vítamín og avocado olíu sem gefa augnhárunum góða næringu. Natural Vegan Volume Magic greiðir vel úr augnhárunum, lengir og gefur dýpt.

bene-mask
Burstinn á Volume er stór til að lengja og þykkja augnhárin. Burstinn á Wonder nær hárunum í augnkrókunum vel.

 

Allir Benecos augnskuggarnir uppfylla kröfur grænkera. Fyrir þá sem vilja farða sig meira þá er úrval af augnskuggasettum í boði. Benecos er einnig með líkamslínu. Þar ber að nefna að sturtugelið, húðmjólkin og handáburðurinn eru vegan.

bene-augn

bene-hand
Ilmandi apríkósa og augnskuggasett.

 

Benecos býður upp á flottan pakka fyrir jólin. Pakkinn inniheldur Natural Mascara Vegan Volume í svörtu, Rosé gloss og Classic handkrem. Gjöfin hentar öllum aldri og það er gott að vita til þess að unglingurinn sem og amman geti dekrað við sig án skaðlegra aukaefna.

bene-jolag
Jólagjöf fyrir alla, jafnvel fyrir sjálfa þig!

 

Vörurnar frá Benecos fást í heilsuvörubúðum, apótekum og nú einnig í Hagkaup Smáralind.

Umfjöllun unnin í samstarfi við Heilsu ehf.

bene-log

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!