KVENNABLAÐIÐ

Flestar bandarískar konur eru nú í yfirstærð: Er ekki kominn tími til að endurskilgreina hvað eðlilegt er?

Þegar kemur að stærðum kvenna virðast allir hafa skoðanir á því og fjölmiðlar eru allir fullir af fréttum af því. Nýleg rannsókn sýnir að konur eru stærri nú en áður. Hin „venjulega“ bandaríska kona er stærri en áður og það þýðir að breytingar þyrftu að verða á þessum hefðbundnu fatastærðum, kaupháttum kvenna og áherslum fataframleiðenda.

Deborah A. Christel og Susan C. Dunn úr ríkisháskólanum í Washington birtu niðurstöður úr rannsókn sinni í International Journal of Fashion Design, Technology and Education, og virðist nú vera að meðaltal bandarískra kvenna sé í stærðum 16-18. Þetta er í andstöðu við fyrri rannsóknir sem sýndu að hin venjulega kona væri í stærð 14.

Að sjálfsögðu vekur þetta upp spurningar: Ef tískuheimurinn skilgreinir stærð 16 og stærri sem „yfirstærð“ – þarf þá ekki að far að endurskilgreina hvað er „eðlileg“ stærð? Ef hlutirnir eru á svona miklu reiki, hvað næst? Það sem skiptir miklu máli í þessu er að fólk miðar sjálft sig við ákveðnar fyrirmyndir og það að vera í „réttri þyngd“ og svo framvegis… Ef við getum endurskilgreint hvað er „eðlilegt“ og „rétt“ og séð að breiddin er miklu, MIKLU meiri en okkur óraði fyrir….getum við þá ekki farið bara að líða vel með sjálfa okkur?!

giphy (12)

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!