KVENNABLAÐIÐ

Er þetta framliðinn drengur í aftursætinu?

Móðir er sannfærð um að dóttir hennar hafi náð „selfie“ af sér ásamt framliðnum dreng sem húkkaði sér far með bílnum þeirra. Telur hún að öruggt sé að þar sem drengurinn lést í bílslysi hafi hann verið að vara þær við þar sem dóttir hennar var ekki í bílbelti.

Melissa Kurts, 48 ára, var að keyra dóttur sína Harper (13 ára) á fegurðarsamkeppni. Þær búa í Flórídaríki í Bandaríkjunum. Dóttur hennar leiddist í bílnum en þetta var 45 mínútna akstur og fór að taka sjálfsmyndir af sér. Þegar móðir hennar skoðaði myndirnar var einhver á myndinni sem átti ekki að vera þar: Ungur drengur í aftursætinu sem virtist teygja sig í áttina að Harper.

Auglýsing

drengur-fors

Þegar Melissa fór að grennslast fyrir um veginn sem þær óku á var einmitt ungur drengur sem lést á sama tíma árinu áður og var hann ótrúlega líkur þeim á myndinni. Trúir móðirin því að þetta sé sama barnið. Drengurinn lenti í umferðarslysi á hættulegum kafla á veginum og lést í sjúkrabílnum á leiðinni þaðan.

Mæðgurnar Harper og Melissa
Mæðgurnar Harper og Melissa

Rannsakendur yfirnáttúrulegra fyrirbæra hafa skoðað myndina og gátu ekki gefið útskýringu á af hverju drengurinn var á myndinni. Einn sagðist þess fullviss um að hendi hans hafi verið að nálgast Harper þar sem hún var ekki með bílbelti. Harper var samt ekkert óttaslegin, sagði bara við mömmu sína: „Já, draugamyndin. Hvað með hana?“  Melissa segir að Harper hafi alltaf verið ótrúlega næm og ýmis óútskýranleg atriði hafi gerst í kringum hana.

Melissa tók þessa mynd og segir að Harper hafi veirð inni í húsinu og bleika ljósið sé til merkis um eitthvað yfirnáttúrulegt
Melissa tók þessa mynd og segir að Harper hafi verið inni í húsinu og bleika ljósið sé til merkis um eitthvað yfirnáttúrulegt

Melissa segir: „Þegar ég fór í gegnum myndirnar, svona mánuði seinna var þetta svona „guð minn góður“ augnablik. Ég fékk smá áfall. Ég hljóp inn í hitt herbergið og sagði við vini mína: „Þið verðið að sjá þetta.“ Öllum var afar brugðið.“

Telur Melissa að fólk verði að leggja trúnað á myndina þar sem hún veit að þær voru bara tvær í bílnum: „Fólk vonast til að það sé líf eftir dauðann, ég veit að þetta er sönnun þess. Fólk sem hefur séð myndina leggur trúnað á að það sé rétt. Harper var ekki með bílbelti og ég tel að drengurinn hafi verið að vara hana við.“

Harper varð í fjórða sæti í fegurðarsamkeppninni
Harper varð í fjórða sæti í fegurðarsamkeppninni

Harper hefur verið treg að nota bílbelti og segir móðir hennar að hún hafi fengið 13 viðvaranir frá lögreglunni á síðustu tveimur árum: „Hún er mjög þrjósk með þetta – ég er alltaf að reyna að fá hana til að vera með belti.“

Auglýsing

Heimild: DailyMail

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!