KVENNABLAÐIÐ

Adidas nýtir endurunnið plast úr sjónum í strigaskó

Nú þýðir ekkert annað í þessum heimi en að vera umhverfisvæn! Íþróttavörurisinn Adidas hefur nú tekið höndum saman við Parley for the Oceans—umhverfissamtök sem nýta plast úr sjónum til að búa til umhverfisvænt „garn“ til nýtingar í skófatnað.

Í júní á þessu ári tilkynntu samtökin ásamt Adidas fyrstu vöruna sem þau bjuggu til saman UltraBOOST Uncaged Parley strigaskóna og voru örfáir sem fengu slíka skó með dágóðu framlagi til samtakanna.

Í strigaskónum er 95% efnanna sjávarplast frá Maldíveyjum og 5% endurunnið pólýester. Allt í allt eru 11 endurunnar plastflöskur í hverju pari.

Auglýsing

Í leiðinni (eins og þetta hafi ekki verið nóg) tilkynnti Adidas einnig um fótboltatreyjur úr endurunnu plasti. Voru þær gerðar fyrir leikmenn Bayern Munich og Real Madrid. Í þeim eru 28 endurunnar flöskur í hverri treyju. Mikið eru þetta ánægjulegar fréttir!

adi

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!