KVENNABLAÐIÐ

Bréf til nauðgara dóttur minnar

Bréfritari hefur óskað nafnleyndar: Dóttir mín fæddist heilbrigð, hún var það fallegasta sem ég hafði nokkurn tíma augum litið. Þegar ég tók hana í fangið í fyrsta sinn hvíslaði ég að henni: „Pabbi ætlar alltaf að passa þig.”

Þegar hún óx úr grasi kom tilfinning yfir mig, hræðsla og ótti um að eitthvað myndi koma fyrir hana eða að einhver myndi gera henni mein.

Ég lagði mig allan fram við að gefa dóttur minni gott líf, hún ólst upp við fínar aðstæður og æska hennar var nær áfallalaus. Ég veit það, nauðgari, að þú átt sjálfur litla stelpu og hefur upplifað sömu tilfinningar og ég. Þessi hrollvekjandi hræðsla um að einhver eigi eftir að meiða dóttur þína.

Stelpan mín þroskaðist og allt í einu var hún orðin unglingur. Strákar fóru að gefa henni auga og hún fór að spá í útlitinu. Það var svo gott að sjá hana vaxa úr grasi, þrátt fyrir að auðvitað sé erfitt að breytast úr barni í fullorðna konu, með öllum sínum hormónum. Við mamma hennar vorum samt óendanlega stolt af henni.

En þá komst þú inn í líf okkar, óboðinn. Litla fallega stelpan mín treysti þér, hún gerði sér að öllum líkindum ekki grein fyrir því að þú hefðir þennan mann að geyma, hún vissi ekki að þú værir nauðgari.

Auglýsing

Hún varð óhamingjusöm, henni leið illa, sjálfstraust hennar fór í mola. Tímabilið sem við fórum í gegnum var martröð. Loforðið sem ég gaf nýfæddri dóttur minni var brotið, ég gat ekki verndað hana fyrir þér og minn versti ótti varð að veruleika.

Hvernig myndi þér líða ef einhver myndi brjóta á því dýrmætasta í þínu lífi með þessum hætti, útrýma gleðinni og lífslönguninni?

Þú, nauðgari – ÞÚ lagðir líf stelpu sem var hamingjusöm og glöð í rúst, þú rændir ekki bara meydómnum heldur líka sakleysinu og það var gegn hennar vilja. Dóttir mín samþykkti ekki samfarir, þú tókst valdið og þar með framdir þú glæp.

Þín vegna, nauðgari, vona ég þú áttir þig á því hvaða afleiðingar slíkt ofbeldi hefur og brýnir fyrir dóttur þinni að gæta sín á glæpamönnum sem ræna sakleysi og sál til þess eins að fróa sínum löngunum.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!