KVENNABLAÐIÐ

22 leikarar og leikkonur sem höfnuðu risastórum hlutverkum

Það hlýtur að vera frekar fúlt að hafna hlutverki sem síðar vinnur til Óskarsverðlauna…eða þá að myndin/hlutverkið verður ódauðleg. Hér eru nokkrir sem fengu tilboð í hlutverk sem þeir höfnuðu af ýmsum ástæðum…og við getum ekki ímyndað okkur myndirnar með þeim!

leik14
Matt Damon sem Harvey Dent/Two-Face í The Dark Knight

 

leik13
Helen Mirren sem Ms. Weiss í Precious. Hún gat ekki tekið það að sér vegna anna, en Mariah Carey sló algerlega í gegn ásamt því að fá inn ómetanlega fjárfesta.
Auglýsing
leik-1
Macaulay Culkin sem Jack Dawson í Titanic. Á þessum tíma var Culkin óumræðilegra stærra nafn en DiCaprio en (sem betur fer) hafnaði hann því. Hvað væri Titanic án Leo?

 

leik10
Reese Witherspoon sem Sidney Prescott í Scream. Framleiðendurnir settu Reese í fyrsta sætið en hún neitaði

 

leik11
Angelina Jolie sem Alex Munday í Charlies Angels. Lucy Liu ER Alex, ekki satt? Angie ætlaði að vera með en hætti svo við af því hún var ekki aðdáandi upprunalegu þáttanna.

 

leik12
Hugh Jackman sem James Bond í Casino Royale. Þeir eru nú báðir alveg sjúklega flottir, ha? Hugh hafnaði hlutverkinu því hann var í X-Men 2, en sagðist opinn fyrir að leika Bond seinna.

 

leik17
Leonardo DiCaprio sem Spiderman/Peter Parker. Leo vildi ekki hlutverkið þar sem það heillaði hann ekki þannig Tobey (besti vinur hans) fékk hlutverkið.
Auglýsing
leik15
Angela Basset sem Leicia Musgrove í Monsters Ball. Hún hafnaði hlutverkinu því henni fannst það dæmigert fyrir svartar konur og kynferði. Halle Berry uppskar Óskarinn fyrir hlutverkið

 

leik16
Tom Cruise sem Tony Stark/Iron Man? Hljómar eitthvað furðulega en Cruise var orðaður við hlutverkið allan tímann en gafst upp á biðinni sem það tók að koma myndinni á hvíta tjaldið.

 

leik18
Katie Holmes sem Aneeta Hargrove í Cruel Intentions. Leikstjórinn var ekki sannfærður um Katie í hlutverkið þannig hann bauð Reese í mat og hún negldi það

 

leik19
Anne Hathaway sem Alison Scott í Knocked Up. Anne ætlaði að vera með en fannst fæðingaratriðið ógeðfellt og hætti við.

 

leik2
Mindy Kaling sem Lillian Donovan í Bridesmaids. Maya Rudolph átti þetta hlutverk með húð og hári og Mindy hefur alltaf séð mikið eftir hlutverkinu
leik20
Tom Hanks átti að leika Jerry Maguire. Leikstjórinn Camoeron Crowe skrifaði hlutverkið með Hanks í huga en þegar handritið var tilbúið var Hanks heldur gamall í hlutverkið. Hann var líka upptekinn við að leikstýra That Thing You Do.

 

leik6
Hvernig ætli þetta hefði farið? Gwen Stefani var lengi orðuð við aðalhlutverkið í Mr. & Mrs. Smith!

 

leik21
Christina Applegate vildi ekki hlutverk Elle Woods í Legally Blonde því hún var hrædd um að festast í „heimsku-ljósku“ hlutverkinu. Þrátt fyrir að hafa alltaf séð eftir að hafa ekki leikið í myndinni hefur hún alltaf sagt að Reese hafi leikið það betur en hún hefði getað gert.

 

leik22
Pixar vildi alltaf fá Jim Carrey sem Buzz Lightyear en höfðu ekki efni á honum.

 

leik7
Ian McKellen sem Dumbledore í Harry Potter. Hann var nýbúinn að leika í LOTR þannig honum fannst nóg um

 

leik8
Johnny Depp sem Ferris Bueller í Ferris Buellers Day Off. Myndin hefði ekki verið söm, sammála?
leik4
The Princess Diaries. Kirsten Dunst hafnaði hlutverki Mia Thermopolis og var það gefið óþekktri leikkonu, Anne Hathaway sem skaust upp á stjörnuhimininn í kjölfarið
leik9
Denzel sem David Mills í Seven. Hann hafði ekki áhuga á hlutverkinu þá og hefur alltaf séð eftir að hafa neitað.
leik5
Steven Spielberg bauð Harrison Ford fyrstum hlutverk Dr. Alan Grant í Jurassic Park en hann neitaði….hver segir „nei“ við Spielberg??

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!