KVENNABLAÐIÐ

Að kunna að þegja

Við kunnum stundum ekki að meta þögnina nægilega. Í samræðum getur þögnin verið afar mikilvæg. Tökum sem dæmi:

Viðskiptavinur þinn eða skjólstæðingur er hættur að tala en þér finnst eins og hann vilji segja eitthvað meira. Hvort er líklegra til árangurs – að segja ekki neitt eða spyrja hann hvort hann vilji halda áfram? Líklegra væri betra að segja ekki neitt því þannig er líklegra að manneskjan opni sig frekar og finnist hún ekki þvinguð á neinn hátt.

Þú ert nýbúin/n að segja eitthvað. Ímyndaðu þér að manneskjan sem þú talar við þagni við áður en hún svarar. Kanntu að meta það? Það gefur til kynna að viðmælandi þinn sé að melta það sem þú ert að segja – að hann sé áhugasamur um að vita hvort þú hafir eitthvað frekar að segja í stað þess að vera spenntur að grípa fram í fyrir þér. Að sjálfsögðu er ágætis þumalputtaregla að þegja í sekúndu áður en þú svarar…sumir mættu temja sér það!

Auglýsing

Yfirmaður þinn segir að hann muni skila til þín skýrslu á mánudag þrátt fyrir að hann hafi vitað að þú vildir hana fyrr. Hvort heldur þú að sé þér meira til tekna: Að horfa í augun á honum og segja: „Þú vissir að ég vildi hana á föstudag?“ eða segja ekkert? Þögnin er áhrifameiri í þessu samhengi. Þú þarft ekki að tjá vanþóknun þína því þögnin gerir það fyrir þig. Þannig ert þú ekki „vondi gæinn“ – þögnin sér um það.

Þú ert á flóamarkaði og sérð eitthvað sem þér líkar. Sölumaðurinn segir 1000 krónur. Hvort heldurðu að hann muni lækka verðið ef þú spyrð um lægra verð eða horfir á hann þegjandi?

Þú talar við maka þinn og hann segir eitthvað sem stuðar þig. Hvort ættirðu að æpa á hann eða þegja? Þögnin er líka góð til að láta þig kæla þig niður og segja eitthvað sniðugra. Ef þú æpir á hann er líklegt að ástandið verði enn verra.

Þú ert í leikhúsi. Leikarinn á sviðinu segir eitthvað mikilvægt. Mótleikarinn getur annaðhvort stokkið til og sagt eitthvað sniðugt eða ekki sagt orð og horfst í augu við hann. Hvort finnst þér meira spennandi? Þögnin getur verið þrúgandi og borið með sér miklu meira en orð geta tjáð. Þó við séum ekki leikarar er hægt að notfæra sér leikræna þögn, svo að segja.

Ef þér finnst þögnin óþægileg í samræðum eða ert ekki vanur/vön henni er líka í lagi að segja: „Ég ætla aðeins að melta það sem þú varst að segja. Ég svara þér á eftir/seinna.“

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!