KVENNABLAÐIÐ

Berglind Sveina: Snyrtifræðingurinn sem fer sínar eigin leiðir!

Hún á og rekur snyrtistofuna Fegurð í Hafnarfirði ásamt eiginmanni sínum Viktori Sigursveinssyni og bjóða þau upp á nudd, húðmeðferðir, trimform og ýmislegt fleira.

snapch-begg

Berglindi Sveinu Gísladóttur finnst fátt skemmtilegra en að dekra við viðskiptavininn enda veit hún algerlega hvað hún syngur! Aðspurð segist hún nota ýmsar aðferðir sem eru kannski ekki „nákvæmlega samkvæmt bókinni” – þ.e. hún skoðar húð viðskiptavinarins og sér afar fljótt hvað það er samt hann þarf á að halda. Hún er fljót að greina vandann eftir áralanga reynslu sem snyrtifræðingur og blandar þessvegna saman ýmsum aðferðum og notar þau efni sem hún finnur að viðskiptavinurinn þarf á að halda.

Nuddherbergið er einstaklega notalegt
Nuddherbergið er einstaklega notalegt

Blaðamaður sem varð þess heiðurs aðnjótandi að prófa hina dásamlegu Dermatude meðferð hjá Berglindi spyr því: „Ertu þá kannski einskonar húðhvíslari?” Berglind skellihlær og segir að það kunni að vera: „Ég tek eftir öllu og er fljót að sjá hvað er að. Ég nota því innsæið til að veita viðskiptavininum rétta meðferð. Enda hafa sömu viðskiptavinirnir verið hjá mér í áraraðir sumir hverjir.”

Snapchat! 

Snyrtistofan Fegurð er gríðarlega vinsæl á Snapchat enda sýna þau fullt af húðmeðferðum þar – bæði fyrir og eftir og koma með ýmsan fróðleik og notkun á vörum. Við mælum eindregið með að adda þeim þar – þau eru undir nafninu Fegurd.

 

Snyrtistofan á Linnettstíg í Hafnarfirði
Snyrtistofan á Linnetstíg í Hafnarfirði

derma
Heimasíða Fegurðar

Sími: 567-6677

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!