KVENNABLAÐIÐ

Vertu unglegri en nokkru sinni fyrr! 70 ára afmæli Sothys

Franska snyrtivörumerkið Sothys fagnar 70 ára afmæli sínu í ár. Í gegnum tíðina hefur merkið lagt áherslu á gæði og nýsköpun og hefur skarað fram úr þegar kemur að rannsóknum. Sothys hefur þar af leiðandi byggt upp mikla sérfræðiþekkingu á sviði fegurðar í gegnum árin. Íslendingar þekkja merkið af gæðunum og því er gaman að kynna tvær nýjungar á markaðnum, annars vegar Perfect Shape Youth Serum og hins vegar BX Wrinkle Corrector.

sothy-mynd-1

Mögnuð tækni með Perfect Shape Youth Serum

Perfect Shape Youth Serum
Perfect Shape Youth Serum

Með innblæstri frá hljóðbylgjutækni og svokallaðri „thread lifting” tækni, sem er þekkt hjá lýtalæknum, þá hefur Sothys fundið leið til að hægja á og fyrirbyggja öldrun neðri hluta andlits og háls. Með aldrinum minnkar teygjanleiki húðarinnar og hún fer að síga. Perfect Shape Youth Serum endurmótar, strekkir og ver útlínurnar á andlitinu og hálsi ásamt því að mýkja húðina á bringunni. Sjáanlegur munur verður á andlitinu og útlínur mun skýrari og stinnari. Neytendarannsóknir styðja þetta og hafa 84% notenda lýst ánægju tengda útlínum og 88% lýst ánægju tengdri stinnari húð. Serumið er borið á kvölds og morgna frá kinnum niður á bringu. Eftir á má setja venjulegt rakakrem yfir.

soth-mynd2

 

Kysstu línurnar bless með BX Wrinkle Corrector

 BX Wrinkle Corrector sem slakar á húðinni.
BX Wrinkle Corrector sem slakar á húðinni.

 

 

BX Wrinkle Corrector er sannkölluð bylting á markaðnum. Varan er serum sem þýðir að efnið er sérstaklega virkt.  Serumið virkar svipað og botox, það slakar á vöðvunum og þar með slaknar á línum í andlitinu. Varan hentar báðum kynjum og rannsóknir sýndu 87% ánægju með virknina. Serumið er borið á hrukkur og línur kvölds og morgna.

soth-mynd3
Gagnlegt að leggja áherslu á þessa punkta þegar BX Wrinkle Corrector er notað.

 

Sothys fæst á eftirtöldum útsölustöðum:

Hagkaup Kringlunni, Lyfju Smáratorgi, Lyfju Lágmúla, Lyfju Smáralind, Lyfju Keflavík, Lyfju Borgarnesi, Árbæjarapóteki, Garðsapóteki, Snyrtistofunni Wanita Sauðárkróki, Snyrtistofunni Arona Akureyri og Snyrtistofunni Abaco Akureyri.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!