KVENNABLAÐIÐ

Kraftaverkahvolpar: Lifðu af 25 daga lokaðir inni í gámi án vatns og matar

Dýralæknar í Chennai í Indlandi voru steinhissa að fá til sín tvo „kraftaverkahvolpa“ sem höfðu lifað af 25 daga, 3000 kílómetra ferðalag frá Kína til Indlands, lokaðir inni í gámi án vatns og matar.

Þegar verkamenn í raftækjaverksmiðjunni Salkomp í Sriperumbudur opnuðu innsigldan gám í síðustu viku fundu þeir þessa litlu laumufarþega. Hvolparnir voru uppþornaðir og veikir þannig þeir höfðu samband við dýraathvarf um leið.

vof3

Hvolparnir voru fluttir á Blue Cross dýraathvarfið þar sem áætlað var að þeir væru um þriggja mánaða gamlir. Báðir voru með hita og mjög illa á sig komnir. Allir sem að málinu komu voru afar undrandi að þeir væru hreinlega á lífi – dýralæknarnir voru sammála um að vika væri það lengsta sem svona litlir hvolpar gætu lifað án vatns og matar.

Auglýsing

Enginn veit hvernig hvolparnir litlu komust inn í gáminn en á Facebooksíðu þeirra er giskað á að annaðhvort hafi einhver reynt að losa sig við þá á þennan ömurlega hátt eða þá að reynt hafi verið að smygla þeim til Indlands en hundaræktendum er bannað að flytja inn hunda frá öðrum löndum.

vof2

Kraftaverkahvolpanir eru nú í vörslu Blue Cross en ef þeir fá bólusetningar og eru ekki með smitsjúkdóma er vonandi hægt að ættleiða þá.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!