KVENNABLAÐIÐ

Fyrrum lífvörður Kim og Kanye segir eitthvað mjög bogið við söguna af ráninu

Flestir fréttamiðlar heims hafa verið uppfullir af sögum um meint skartgriparán en Kim Kardashian segist hafa verið rænd.

Fyrrum lífvörður „Kimye“ Steve Stanulis er einn af mörgum sem segja ekkert hæft í því að ránið hafi átt sér stað – þetta hafi einungis verið fjölmiðlafár og kynningarbrella fyrir þættina Keeping Up With the Kardashians en ný þáttaröð verður frumsýnd 23. október næstkomandi.

Auglýsing

„Það kæmi mér ekki á óvart“ segir Steve í viðtali. Steve vann fyrir hjónin en hann er fyrrum lögga sem varð leikari en tekur oft að sér að verja Hollywoodstjörnur. „Ef þetta er satt ætti einhver að segja Kim að fara ekki á Snapchat og segja öllum heiminum hvert hún sé að fara og í hverju og með hvaða skartgripi. Ef þetta gerðist í raun og veru bauð hún upp á það.“

Cop-turned-actor Steve Stanulis says the Kardashian-West robbery begs lots of questions

Stanulis, sem rekur sitt eigið fyrirtæki sem kallast Silver Shield Investigations, segir að það sé athyglisvert að lífverðir Kim hafi ekki verið á tánum þar sem í síðustu viku varð Kim fyrir annari áras en prakkarinn Vitalii Seduik beið fyrir utan tískusýningu á tískuvikunni þar sem hann reyndi að kyssa á henni rassinn.

Einnig segir Stanulis að það sé grunsamlegt að ræningjarnir hafi dulbúið sig sem lögreglumenn og ógnað lífvörðum með vopnum.

NEW YORK, NY - OCTOBER 03: Kanye West and Kim Kardashian arrive to their Manhattan apartment after Kim was robbed in her Paris, France hotel room on October 3, 2016 in New York City. (Photo by James Devaney/GC Images)

Kim Kardashian was in Paris with momager Kris Jenner at the time of the alleged robbery

-ALLCOUNTRY 

Einnig þykir grunsamlegt að Kim hafi verið hleypt svo fljótt úr landi og yfirheyrslur hafi ekki verið ítarlegri. Og hvar eru myndirnar úr öryggismyndavélunum? Lögreglan hefur einnig varist allra frétta.

Var þetta í alvöru bara bull?

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!