KVENNABLAÐIÐ

Sex ára drengur nær athygli Obama: Vill hjálpa sýrlenska drengnum

„Við munum verða fjölskylda hans og hann getur verið bróðir minn,“ sagði Alex, 6 ára, sem býr í New York. Alex skrifaði til Barack Obama, Bandaríkjaforseta og vildi hjálpa Omran Daqneesh, sýrlenska drengnum sem var bjargað úr sprengjurústum húss í síðasta mánuði í Aleppo eins og fram hefur komið í helstu fjölmiðlum þessa heims.

Alex vildi hjálpa Omran að læra að hjóla og fleira…forsetinn las bréfið og verður að segjast eins og er: Þetta er afar hjartnæmt, enda sagði Obama:

Við ættum öll að vera líkari Alex. Ímyndið ykkur hvernig heimurinn liti út ef við gerðum það. Ímyndið þjáningunum sem myndu linna og lífum sem við gætum bjargað.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!