KVENNABLAÐIÐ

Svona lítur snípur út!

Frönskum nemendum í grunnskóla verður í fyrsta sinn boðið upp á að sjá þrívíddarmódel af sníp í kynfræðslutímum. Þrátt fyrir allar framfarir í vísindum, tækni og læknifræði hefur framtak sem þetta verið lengi á leiðinni. Dreifingin hefur tekið langan tíma en þrívíddarprenturum má um kenna. Biðin var þó þess virði því erfitt er að ná ánægju út úr einhverju sem þú vissir ekki að þú hefðir.

snipur

Árið 2016 munu konur loksins vita hvernig líffærið lítur út í raun og veru – margar hafa ekki haft hugmynd um það. Ef myndin er skoðuð má sjá líffærið…sumir hafa kallað það „túlípana-emoji“ eða jafnvel óskabein!

Auglýsing

Ef fólk veltir fyrir sér af hverju þetta er svona mikið mál má segja að það sé ákveðið frelsi fyrir kvenna, kynfærum kvenna sem hafa oft verið haldið í myrkrinu í margar aldir. Snípurinn er ekki líffæri á borð við „fingurgóm“ eða „baun.“ Það er miklu stærra en það – leggirnir (þessir ljósbleiku) eru í raun um 10 cm langir. Miklu stærri en flestir hafa gert sér grein fyrir.

Að sjá þetta þrívíddarmódel getur maður ímyndað sér hvernig líffærið er í raun í kringum píkuna og hvernig konur njóta í raun kynlífs!