KVENNABLAÐIÐ

Óhugnanlegir trúðar á ferð í skógum Bandaríkjanna

Undanfarið hafa fregnir borist úr ýmsum áttum þar sem hvítmálaðir trúðar hafa sést í skógum ýmissa fylkja og a.m.k. einn hafði reynt að lokka til sín barn með sælgæti.

Sumir hafa haldið að einhverjir hafi lesið yfir sig af bók Stephen Kings, It, en hún fjallar um vondan trúð að nafni Pennywise sem herjaði á hóp ungra drengja.

Aðrir hafa velt fyrir sér hvort að um markaðsbrellu hafi verið að ræða en Ron Zombie er að framleiða mynd sem fjallar um sirkúsverkamenn sem er rænt. Framleiðendur hafa þó neitað þeim sögusögnum.

Auglýsing

Lögreglan í Norður-Carolinaríki segir að „þetta sé ekkert fyndið. Ef um er að ræða hrekk eða markaðsbrellu er fólk dauðhrætt. Við vitum ekkert meira í augnablikinu þar sem við höfum ekki náð í neinn trúð til yfirheyrslu.”

Síðast sást til trúðs í vikunni sem leið, þar sem íbúi Greensboro í Norður-Carolina elti trúð með sveðju inn í skóginn nálægt íbúabyggð. Manneskjan var með trúðagrímu, rauða, krullaða hárkollu, í doppóttri skyrtu, bláum trúðabuxum og í trúðaskóm. Veran hljóp inn í skóginn og gufaði upp, samkvæmt lögreglunni.

„Við vitum ekki hver þetta var eða hvað hann var að gera,” sagði í tilkynningu frá lögreglunni.

Móðir hafði samband við lögreglu um miðjan ágúst sem sagði son sinn hafa séð trúð í skóginum. Hann hvíslaði að syni hennar og var með annan hávaða. Þegar móðirin fór sjálf og athugaði sá hún græn ljós í skóginum sem hurfu svo.

Annar íbúi var að labba heim um hálfþrjú að nóttu þegar hún sá „stóra, trúðslega veru með blikkandi nef standandi undir ljósastaur við hliðina á ruslatunnunum við íbúðarhús hennar.”

Virðast trúðarnir vera hrifnir af börnum, en fjöldi barna hefur sagt frá því að hafa séð þá í kringum skóglendi, fyrir aftan íbúabyggð. Sögðu þau lögreglunni að trúðarnir héldu til í húsi nálægt vatni í miðjum skóginum. Lögreglan fór þangað en fann engin merki þess að menn hefðu verið þar á ferli.

Auglýsing

Lögregla í öðru bæjarfélagi sagði í viðtali að „þessi trúðalæti þurfa að hætta. Þetta er ólöglegt athæfi, hættulegt, óviðeigandi og er að vekja skelfingu í annars rólegum bæjarfélgunum.”

Hafa trúðarnir verið af ýmsu tagi: Með mismunandi húðlit, mismunandi fatnaði og hegðað sér á mismunandi hátt, þannig ekki er alltaf um sama trúðinn að ræða.

Heimildir: Yahoo, AP, Reuters

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!