KVENNABLAÐIÐ

Engar selfies! Björk vill vera látin í friði

Björk („okkar“) hefur nú ratað á síður heimsfréttanna vegna ummæla hennar um að samlandar hennar láti hana í friði og svo eigi annað fólk líka að gera. Á mánudagsmorgun 5. september tók söngkonan þátt í spjalli á Reddit AMA og segir hún Íslendinga hafa ekki þennan valdastiga: „Enginn er merkilegri en annar og að fá eiginhandaráritun er bara kjánalegt. Þetta er spurning um sjálfsvirðingu, ef þú vilt eiginhandaráritun búðu bara til hana sjálfur [lol].“

Auglýsing

Var Björk að svara ummælum notanda Reddit sem sagðist hafa séð hana á bar í Reykjavík og ákvað ekki að trufla hana: „Takk fyrir að láta mig vera,“ sagði hún.

Segist Björk alltaf hafa notið næðis í Reykjavík, bæði af aðdáendum og öðrum. „Þetta er „win-win situation“ – ef fólk lætur mig njóta næðis mun ég hafa meira frelsi til að búa til lög og gefa meira til baka.“

Heimild: HuffingtonPost

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!