KVENNABLAÐIÐ

Mikil óánægja með krýningu ungfrú Japan

Priyanka Yoshikawa var krýnd ungfrú Japan í gær. Hún er þó ekki al-japönsk þar sem pabbi hennar er indverskur. Eru þær konur sem eru af ýmsum uppruna kallaðar haafu, sem þykir niðrandi. Í fyrra var hið sama uppi á teningnum en þá var Ariana Miyamoto krýnd Miss Universe Japan. Hún á japanska og afrísk/ameríska foreldra.

Auglýsing

Í raun var Ariana Priyanku fyrirmynd og vildi hún taka þátt: „Áður en Ariana tók þátt gátu haafu stelpur ekki verið í forsvari fyrir Japan. Mér fannst það líka. Ég hafði enga von um að vinna slíka keppni en Ariana hvatti mig mjög og sýndi að blandaðar stelpur geta komist alla leið.“

Ariana Myamoto
Ariana Myamoto

Já, ég er japönsk. Já ég er hálf-indversk en það skiptir engu. Af hverju er fólk alltaf að spyrja hvaðan ég sé. Pabbi er indverskur og ég er stolt af því. Það þýðir samt ekki að ég sé ekki japönsk.

Margir hafa látið í sér heyra í kjölfar úrslitanna sem sýnir glögglega hversu stutt á veg Japanar eru: „Ef Japönum er blandað verður andlitið alltaf skítugt. Hún veldur mér vonbrigðum,“ sagði eitt tvít. Svo voru önnur sem vörpuðu ljósi á hversu miklum kynþáttafordómum Japanir eru haldnir:

jap tvit

Við Íslendingar getum því verið stolt, því engin slík umræða hefur orðið vegna nýkrýndrar ungfrú Ísland, Önnu Láru Or­lowska. Sjá hér frétt um það mál – ekki er minnst á annað en að ættarnafnið sé frá Póllandi.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!