Plantan hefur verið notað í hundruðir ára vegna lækningareiginleika hennar, en hún hefur þykk og safarík blöð. Gelið sem unnið er úr henni er notað í margar fegrunarvörur en það er fullt af andoxunarefnum, amínísýrum, steinefnum og vítamínum sem gera kraftaverk fyrir húðina.
Auglýsing
Tökum sem dæmi:
1. Aloe Vera læknar húðbruna.
Ef þú brennur í sólinni eða af völdum hita (s.s. heit olía, vatn eða þessháttar) er ráð að bera Aloe Vera á sárið. Það minnkar tímann sem húðin hefur til að laga sig sjálf um a.m.k. 9 daga.
2. Andoxunarefnin laga húðina
Poluphenols eru í Aloe vera…sem vernda húðina og koma í veg fyrir bólgur og sýkingar.
3. Aloe vera lýsir upp bólgusvæði og hindrar bólur
Aloe Vera hefur einstaka hæfileika að hindra bólumyndun. Gelið vinnur á bakteríumyndun og bólgum sem valda bólum og koma í veg fyrir roða.
Auglýsing

4. Kemur í veg fyrir hrukkur

Samkvæmt mörgum rannsóknum hefur Aloe Vera áhrif á öldrun húðar. Hún eykur teygjanleika húðarinnar og eykur einnig kollagenmyndun.

5. Náttúrulegt dagkrem

Þú mátt nota Aloe Vera daglega til að næra húðina, bæði fyrir menn og konur. Gelið hreinsar húðina án þess að stífla hana.

6. Notaðu Aloe Vera gelmaska:

Það eina sem þú þarft að gera er að þrífa laufin vandlega (þvo þau með vatni). Mýktu laufin með því að þrýsta á þau. Skerðu þau í smáar einingar eða til hálfs. Klipptu endana til að ná til kjötsins á auðveldan hátt. Klipptu hlutana með hníf eða höndunum. Taktu kjötið og safann og settu í skál. Nuddaðu á andlitið og láttu sitja í 20 mínútur (þar til maskinn er þurr). Taktu maskann af með höndum eða þvottastykki. Dúmpaðu húðina þar til hún er þurr. Hún ætti að vera mjúk og dásamleg eftir maskann!