KVENNABLAÐIÐ

Hvernig hundar skilja okkur – nákvæmlega!

Ef þú hélst að hundurinn þinn væri gáfaður þá ætlum við að sýna þér það svo um munar!  Það þarf ekki bara rétta tóninn til að hrósa honum heldur líka réttu orðin. Nokkrir hundar voru þjálfaðir til að liggja hreyfingarlausir í sneiðmyndatæki með heyrnartól. (Samt ekki alveg hreyfingarlausir, þú munt sjá það í myndbandinu!)

Þegar þjálfarinn/eigandi hundsins sagði eitthvað bull í sömu tóntegund og hann hrósaði honum gerðist ekkert. Hundurinn skildi hinsvegar réttu orðin og þá kviknaði á heilastöðvunum sem skynja tal. Þannig fá þeir verðlaunin sín! Þetta eru yndislegar fréttir, eruð þið ekki sammála?

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!