KVENNABLAÐIÐ

Kiera Knightley hefur notað hárkollur síðastliðin fimm ár

Leikkonan Keira Knightley hefur nýlega lýst því yfir að hún hafi eyðilagt á sér hárið með alls kyns breytingum á leikferlinum sem spannar yfir tvo áratugi. „Ég hef litað á mér hárið í öllum litum sem þú getur ímyndað þér fyrir alls kyns myndir. Þetta var orðið svo slæmt að hárið á mér var farið að þynnast og ég var farin að missa hárið!“

Til að gefa hárinu smá pásu til að jafna sig fór Kiera að notast við hárkollur. Hún hefur ekki séð eftir því og notar þær nú daglega. „Ég hef nú notað hárkollur síðastliðin fimm ár og það er það besta sem gat komið fyrir hárið á mér.“

 

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!