KVENNABLAÐIÐ

Móðir vann málaferli: Heilbrigðisstarfsmenn ýttu barninu aftur inn í fæðingu

Caroline Malatesta og eiginmaður hennar J.T. unnu málaferli gagnvart spítalanum sem átti að taka á móti fjórða barni þeirra á náttúrulegan hátt. Átti atvikið sér stað í Birmingham, AL’s Brookwood Baptist Medical Center í Alabamaríki í Bandaríkjunum. Segja hjónin að heilbrigðisstarfsmenn hafi reynt að ýta kolli barnsins aftur inn í leg Caroline. Sem hlýtur að teljast einmitt þveröfugt við „náttúrulega fæðingu.“

Auglýsing

Malatestas hjónin kusu Brookwood til að fæða fjórða barnið í fjölskylduna þar sem þau höfðu trú á að stefna spítalans væri að hampa öllum náttúrulegum aðferðum við barnsfæðingar. Bauð spítalinn að sögn upp á fæðingar í vatni og þráðlausan vaktara fyrir barnið í móðurkviði. Þegar tími var á að rembast fannst læknir Caroline hvergi. Í örvæntingu neyddu hjúkrunarkonur hana á bakið á meðan ein reyndi að hindra barnið að koma í heiminn á meðan lækninn var hvergi að sjá. Reyndi hún að ýta barninu aftur INN! Unnu foreldrarnir málaferlin og fengu sem nemur tveimur milljörðum í skaðabætur.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!