KVENNABLAÐIÐ

Hvar ertu með höfuðverk? Allar upplýsingar um hvað hann þýðir!

Hvar færð þú oft höfuðverk? Er hann aftan í hálsi eða öðru hvoru megin í höfðinu? Lærðu að þekkja hvað verkurinn þýðir og hvernig er best að meðhöndla hann.

Höfuðverkir tengdir hálsinum eru langalgengastir. Þá birtast þeir aftan í höfðinu, frá rótum hálsins til efri hluta höfuðsins.

Klasahöfuðverkir sem herja frekar á menn en konur eru endurteknir höfuðverkir sem eiga sér stað í grúppum eða hringrás. Þeir birtast snögglega og þekkjast á því að verkurinn er skarpur og snöggur jafnvel lamandi í annari hvorri hlið höfuðsins. Oft verður fólk voteygt eða vökvi lekur úr nefi þeim megin sem verkurinn er.

Auglýsing

Höfuðverkur tengdur kynlífi. Sumir fá höfuðverk við rót hnakkans áður en fullnægingu er náð í kynlífi. Þessir höfuðverkir byrja oft við kynferðislega spennu sem getur aukist við kynlífið. Verkirnir geta staðið yfir frá nokkrum mínútum til nokkurra klukkutíma.

Höfuðverkur vegna vökvataps. Þannig höfuðverkir geta komið fram framan á höfðinu, að aftan eða aðeins öðru megin. Ef þú beygir þig eða hreyfir getur höfuðverkurinn aukist. Jafnvel að ganga getur aukið verkinn.

höfuðverk

Áreynsluhöfuðverkur getur átt sér stað eftir erfiða líkamsrækt. Algeng hreyfing sem orsakar hann getur verið m.a. hlaup, róður, tennis, sund og að lyfta lóðum.

Ísstingshöfuðverkir: Verkur sem „stingur” eins og nálar í ennið. Erfitt er að höndla þessa verki þar sem þeir koma og fara oft fyrirvaralaust. Ef þú þjáist af slíkum verkjum, haltu þá dagbók yfir hvenær þeir koma og leitaðu læknis.

Mígreni: Oft sláttur í höfðinu, oft öðru megin. Miðlungs til afar sár verkur. Verkurinn mun oft gera þolanda erfitt fyrir í daglegu lífi. Ógleði eða uppköst, ofurviðkvæmni gagnvart ljósi eða hljóði er ekki óalgeng með verkjunum.

Verkur í andliti. Verkur sem birtist aðallega í kinnbeinum, enni eða hjá nefinu. Ef höfuðið er hreyft hratt eykst hann oftast. Tengist stíflum í nefi, kvefi, eyrnaverkjum, hita og bólgum í andliti.

Auglýsing

Stresshöfuðverkur. Einn af algengari höfuðverkjum. Stöðugir verkir í öllu höfðinu og greinilega má finna þrýstinginn – oft báðum megin höfuðsins.

Hvenær er ástæða til að leita til læknis?

Þrjú atriði segja til um það: Í fyrsta lagi ef þú hefur stífan háls og hita – þá gæti verið um heilahimnubólgu að ræða.

Í öðru lagi ef þér er mjög óglatt eða uppköst fylgja. Einnig ef um málerfiðleika er að ræða. Gæti verið tákn um heilablæðingu.

Í þriðja lagi: Ef þetta er versti höfuðverkur sem þú hefur fengið. Þá gæti verið um slagæðagúlp að ræða og blóð gæti leikið inn á heilann. Það er lífshættulegt og þyrftir þú að komast undir læknishendur. Betra er að fara og láta athuga sig heldur en gjalda fyrir það með lífi sínu.

höfuðv 2

Verkirnir – staðsetning

 

Framan á höfði

Stresshöfuðverkur – mígreni – verkir í andliti – ofþornun

Á hliðum höfuðsins

Stresshöfuðverkur – ísnálahöfuðverkur- hálstengdur höfuðverkur

Aftan á höfði

Kynlífshöfuðverkur – ofþornun

Ofan á höfði eða í miðju höfuðs

Stresshöfuðverkur – verkur sem orsakast af hósta eða veikindum– hálstengdur höfuðverkur

Öðru megin í höfði

Mígreni – klasahöfuðverkur

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!