KVENNABLAÐIÐ

Mæðgin ástfangin: Vilja frekar fara í fangelsi en vera aðskilin

Monica Mares (36) og sonur hennar Caleb Peterson (19) urðu ástfangin í fyrra. Monica varð ófrísk 16 ára gömul og fór í ættleiðingarferli með son sinn á sínum tíma en nú hafa þau hist á ný. Ástarfundir þeirra geta valdið því að þau sitji í a.m.k. 18 mánaða fangelsi fyrir sifjaspell.

mæð fors

 

Auglýsing

Búa þau mæðgin/elskendur í Nýju Mexíkó í Bandaríkjunum. Þau hafa ákveðið að fara í fjölmiðla með ástarsambandið sitt þar sem þau vilja vekja athygli á GSA (Genetic Sexual Attraction relationships sem eiga sér stað innan fjölskyldna.) Hafa stjórnvöld bannað þeim að eiga í samskiptum en þau hafa átt í mjög nánum samskiptum hingað til.

mæð hann

mæð hún

Monica er níu barna móðir. Segist hún vilja láta öll börnin af hendi til að vera með Caleb. GSA er skilgreind sem kynferðisleg aðlöðun milli fólks sem er skylt. Monica segir: „Hann er ástin í lífi mínu og ég vil ekki slíta samskiptum við hann. Krakkarnir elska hann, öll fjölskyldan elskar hann. Ekkert getur komið í veg fyrir að við munum njótast, hvorki yfirvöld, fangelsi eða nokkuð annað.

Auglýsing

Sifjaspell er bannað með lögum í öllum fimmtíu ríkjum en refsingin er mismunandi milli ríkja.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!