KVENNABLAÐIÐ

Þessi tvö systkini eru alin upp í „lausagöngu“ – Myndband

Þau fara ekki í skóla, ganga berfætt allra sinna ferða, hafa aldrei farið til læknis og eru ekki bólusett: Ulysses er fimm ára og Ostara eins árs. Foreldrar þeirra, Adele og Matt Allen trúa á að börn eigi að vera alin upp algerlega frjáls – svo mjög að þau neita almennri læknisþjónustu, skólagöngu og trúa á að börn eigi að vera á brjósti þar til þau langar að hætta. Ulysses er fimm ára og enn á brjósti. Hvorugt barnanna hefur heimsótt lækni og hvorugt mun ganga í skóla heldur læra eins og þeim sýnist heima.

Auglýsing

Adele, sem er rithöfundur, segist hafa fundið sterklega þegar hún gekk með drenginn að hún ætti að ala hann upp á náttúrulegan hátt (svokallað „free-range“ eða í „lausagöngu“ eins og oft er sagt t.d. um hænur). Börnin fæddust samkvæmt lótus-hefð, sem þýðir að naflastrengurinn og fylgjan eru ekki aðskilin barninu fyrr en hann fellur af sjálfkrafa. Adele notaði engin lyf í fæðingunni og telur að allt náttúrulegt eigi að fylgja börnum, s.s. þau mega gera það sem þeim sýnist. Þau fara að sofa þegar þau eru þreytt og vaka þegar þau eru hress.

Auglýsing

Það nýjasta hjá fjölskyldunni er að biðla til almennings að fjármagna ferð þeirra til Costa Rica. (Sjá FundMyTravel síðuna þeirra) Vantar þau 100.000 dollara til að komast þangað, en þau vilja kaupa þar land þar sem þau geta ræktað eigið grænmeti og komist í alvöru tæri við náttúruna.

Sjón er sögu ríkari – sjáið myndbandið:

Hér má sjá yngra barnið pissa í beinni útsendingu sem þýðir væntanlega að þau nota ekki bleyjur:

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!