KVENNABLAÐIÐ

Einföld, fljótleg og himnesk eplakaka

Þessa hef ég gert í mörg ár. Alltaf vinsæl og klárast í öllum boðum.
Ef þú átt von á gestum og hefur lítinn tíma þá er ekkert vandamál að henda í þessa. Tilbúin á örfáum mínútum.

Uppskrift:

3-4 rauð epli
150 gr sykur
150 gr hveiti
150 gr smjörlíki
kanill

Aðferð:

Smyrjið form með olíu. Skerið eplin í smáa bita. Dreifið kanil eftir smekk yfir eplin (ég set töluvert af hreinum kanil, þek eplin alveg). Sykur og hveiti hrært saman. Smjörlíki bætt saman við. Hnoðað. Myljið deigið yfir eplin og bakið við 180 gráður í 20 mín eða þar til kakan er tilbúin. Gullbrún og stökk.
Borin fram heit með rjóma eða vanilluís.

Verði ykkur að góðu!