KVENNABLAÐIÐ

Fyrir DIY perrana: Andrea Sif bjó til flott garðhúsgögn fyrir minna en 10 þúsund!

„Fyrir ykkur „DIY“ perrana, þá eru þessi garðhúsgögn gerð á undir 10 þúsundum. 17 vörubretti, skrúfur, gamlar svampdýnur skornar til og saumað utan um úr efni úr rúmfó á 5000,“ segir Andrea Sif Hilmarsdóttir í grúppunni Skreytum hús á Facebook.

diy

Auglýsing

diy 2

Við höfðum mikinn áhuga á að vita hvernig Andrea fór að þessu og báðum hana því um nákvæmari upplýsingar!

Andrea segir : „Ég semsagt var búin að vera skoða garðhúsgögn en þar sem ég er nemi í Listaháskólanum þá var það ekki alveg í boði að kaupa húsgögn fyrir 150 þús rétt fyrir nokkra sólardaga. Ég fór því að pinteresta og skoða og skima um fyrir brettum, því ég vildi bara EURO bretti því þau eru alltaf eins og í sömu stærð. Fékk síðan vörubretti bara hér og þar – spurði ef ég sá þau liggja fyrir utan verslanir hvort ég mætti eiga þau og safnaði þeim þannig saman. Þangað til ég var komin með dágóðan slatta. Svo fór ég í Byko og keypti þar ryðfríar skrúfur.“

Auglýsing

Skrúfurnar í heildina kostuðu eithvað um 3000 kr og svo endurnýtti ég eitthvað af nöglunum sem voru í brettunum.

 

Síðan þræddi ég nytjamarkaði í von um að finna svampdýnur, hvort sem þær væru ljótar og/eða lúnar og fékk þær frítt eða fyrir slikk. Og efnið keypti ég í rúmfó [Rúmfatalagerinn] það var dýrast eða ég fékk efnið á 5000 kr þannig í heildina hefur þetta verið um 8000 kr.“

Aðferðina segir Andrea hafa verið einfalda:

„Sófinn er staflaður úr sex brettum – síðan notaði ég tvö bretti í bakið og armarnir og auka-„detailin“ gerði ég eftir á með því að rífa í sundur brettin og púsla spýtunum á aftur og sama með stólinn í horninu. Borðin eru gerð úr einu bretti sem sagað er í sundur eða til helminga og síðan notaðar afgangspýtur í fæturna og til að loka hliðunum.“

Andrea skar síðan dýnurnar til með beittum hníf og saumaði verið utan um: „Þau eru bara saumuð eins og teygjulak þannig það sé auðvelt að taka það af og henda í vélina!“

diy fors

Við fögnum þessari ungu konu sem greinilega lætur sér ekkert fyrir brjósti brenna!

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!