KVENNABLAÐIÐ

Maður giftist GSM-símanum sínum

„Þetta er nú lengsta sambandið mitt hingað til, þannig það meikar sens fyrir mér,“ segir listamaðurinn Aaron Chervenak aðspurður um af hverju hann hafi gifst símanum sínum. Keyrði Aaron frá Los Angeles til Las Vegas, Nevada í Bandaríkjunum til að taka samband sitt við símann upp á næsta stig. Já, ef þú ert að velta því fyrir þér settu bæði hann og síminn upp hringa.

Síminn fékk hring líka (sjá myndband einnig hér að neðan)
Síminn fékk hring líka (sjá myndband einnig hér að neðan)

Rannsóknir sýna að 25% fólks setja mikilvægi símans í sama sæti og makann. Mörg okkar dveljast í símanum löngum stundum – hann er það síðasta sem við eigum samskipti við á kvöldin og það fyrsta sem við tökum upp á morgnana.

„Við leitum í símann til huggunnar, til að róa okkur niður og hvíla hugann. Fyrir mér er það nákvæmlega það sem samband snýst um,“ segir Aaron Chervenak.

Aaron segir að lengsta sambandið sem hann hefur verið í hafi verið við símann svo þess vegna hafi hann ákveðið að giftast honum. Hringdi Aaron í kirkjuna The Little Las Vegas Chapel og eigandinn gaf bæði grænt ljós á athöfnina og var líka mjög spenntur. Athöfnin var lítil en sjá mátti spennu og æsing hjá brúðgumanum þegar hann flutti ræðuna sína og setti hringinn á símann.

Auglýsing

Þannig – þann 20. maí síðastliðinn keyrði Aaron til Las Vegas á fjólubláa Cadillac-inum sínum til að gifta sig: „Það er ekki reyndar löglegt ennþá að giftast smartsímum en ég vildi halda athöfnina í symbólískri merkingu – til að sýna hversju stórt hlutverk símarnir leika á hverjum einasta degi í lífi okkar allra,“ segir nýkvænti maðurinn.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!