KVENNABLAÐIÐ

Ísland getur unnið Englendinga á EM: Hér færðu að vita ástæðuna!

Svo margir Íslendingar voru staddir á síðasta leik Íslendinga við Austurríki í Stade de France síðasta miðvikudag að það hefur vakið heimsathygli. Reyndar höfum við vakið heimsathygli fyrir fleira – Gummi Ben á sínum stað og liðið ósigrað og svo fámennt. Fréttir af íslenska liðinu í vinsælasta sporti heims hafa varla farið fram hjá neinum íþróttaáhugamanni.

Auglýsing

Varnarmaðurinn Kári Árnason sagði að það hefði verið líkt og hafa alla fjölskyldu sína á vellinum, hann hafi þekkt helming fólksins! Bætti hann við: „Best er þó að spila við Bretana næst…ég studdi þá alltaf þegar við tókum ekki þátt.”

Íþróttafréttaritarinn Simon Kuper hjá ESPN NC hefur fulla trú á að Íslendingar taki þennan leik. Hann telur til ýmislegt, svo sem að þrátt fyrir að það mætti næstum teljast kraftaverk að við séum komin svo langt þrátt fyrir smæð landsins, er það samt ekki svo ótrúlegt. Íslendingar séu nefnilega „fótboltabrjálaðir” – brjálaðastir allra í Evrópu! Vitnar hann hér í mest áhorf þjóða á leiki (skv. KantarSport og FIFA) í Evrópu eins og sjá má á meðfylgjandi mynd:

 

fotb statistik

Auglýsing

Segir Simon Íslendinga hafa alist upp við að sjá enska boltann frá áttunda áratugnum – reyndar viku of seint, en það hafi verið einu íþróttirnar sem þeir sáu. Krakkar börðust á strætum Reykjavíkur – svo mikill var liðarígurinn.

 

Björgólfur Thor keypti (eins og margir muna) West Ham United.

 

Yfir 110 íslenskir skólar hafa fótboltavelli og við eigum sjö upphitaðar hallir þar sem fólk æfir fótbolta (sennilega mest miðað við höfðatölu) – takið Kópavoginn sem dæmi!

 

Strákar jafnt sem stelpur æfa fótbolta á Íslandi – ¼ allra barna á landinu æfir fótbolta. Íslenska kvennalandsliðið er AFAR sterkt – í 15. sæti á styrkleikalista FIFA!

 

Simon er líka heillaður af fyrirliða íslenska liðsins – Aroni Gunnarssyni. Segir hann að þrátt fyrir axlarmeiðsl geti hann tekið innkast lengst allra á EM. Tekur hann einnig fram að bróðir hans spili handbolta og þrátt fyrir allt sé handbolti árangursríkasta íþrótt Íslendinga hingað til (silfrið á ÓL ´08).

 

Leikurinn gegn Englendingum á mánudag

 

Þetta ætti að vera stærsti leikur Íslendinga hingað til – án efa. Heimir Hallgrímsson (tannlæknir/aðstoðarþjálfari) segir: „Til að vinna verðum við að spila hinn fullkomna leik, leik lífs okkar!”

 

ÁFRAM ÍSLAND! TÖKUM ÞETTA!!

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!