KVENNABLAÐIÐ

Brúðugerð: Heillandi og ógnvænleg í senn

Brúður, líkt og trúðar, hafa sérstakan sess í huga flestra. Brúður geta verið heillandi (enda safna margir brúðum) og á sama tíma getur verið eitthvað einstaklega „creepy“ við þær. Hér gefur að líta myndband frá árinu 1968 þar sem ferlinu við brúðugerð er fylgt frá a-ö.

Auglýsing

Brúðurnar eru gerðar í Rosebud Mattel verksmiðjunni í Wellingborough, Northamptonshire í Englandi. Rosebud er nafn brúðanna sem framleiddar eru. Þú getur séð hvernig þessar litlu brúður eru búnar til, frá smæstu smáatriðum til þess að þær eru fullbúnar. Þessa stuttmynd mætti segja vera bæði heillandi og hryllilega í senn!

„Nútíma dúkkur eru pínulítil vélmenni,“ segir þulur í myndinni. „Límband á magann lætur þær tala og batterí í bakið lætur þær labba!“ Sjáðu þessa stuttmynd til að átta þig á galdrinum:

 

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!