KVENNABLAÐIÐ

Ertu íturvaxin ofurkona og vantar sundföt? Hér er svarið!

Það er ekkert ömurlegra en að reyna að finna á sig sundfatnað. Hver hefur ekki lent í því að fara nánast að grenja í flúorlýstum mátunarklefa í sundbol sem þér finnst ekkert vera að gera fyrir þig nema síður sé.

Flestir framleiðendur hanna sundföt á konur sem eru eins og spýtur í laginu og þá eru góð ráð dýr fyrir okkur sem erum stoltar að hafa rass, brjóst, læri og maga – og nóg af fyrrnefndu.

Það er ekkert hægt að loka sig bara inni í sumar þegar veðrið er svona gott og það er heldur engin ástæða til að troða sér í eitthvað sem er alls ekki klæðilegt fyrir konur sem eru ekki þvengmjóar. Við hjá Sykri höfum reynslu af því að panta sundföt á netinu og það er oft þægilegra að panta bara sundfötin heim – gefa sér tíma til að máta í ró og næði og velja eitthvað sem passar og maður er sáttur við.

Auglýsing

Allar vefverslanir sem senda vörur um allan heim bjóða upp á að vörum sé skilað þannig að það er um að gera að panta bara nokkra hluti í einu og velja sér eitthvað skothelt til að klæðast í laugunum í sumar.

Það er margt sem kemur til greina þegar kemur að sundfatnaði fyrir íturvaxnar dömur. Við fundum til nokkra sundboli og bikiní sem okkur finnast sjúklega falleg.

Notaðu örvarnar til að skoða fleiri boli  og þú smelli bara á vöruna sem þér lýst vel á og þá ertu leidd í þá verslun sem selur viðkomandi flík. Skoðaðu vel stærðartöflur áður en þú pantar og pantaðu frekar tvær stærðir en bara eina svo þú getir verið fullviss um að fá RÉTTU flíkina fyrir þig.

Góða skemmtun!

p.s sundbolinn sem er efst í grein finnurðu hér.

Fylgið okkur á Pinterest

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!