KVENNABLAÐIÐ

Hver þykir skemmtilegasti forsetaframbjóðandinn – KÖNNUN

Forsetakosningar fara fram í endaðan júní eins og allir vita. Forsetaframbjóðendur keppast nú við að sýna á sér sína bestu hliðar – reyndar sumir sínar verstu – til að heilla kjósendur en auðvitað skiptir framkoma frambjóðanda miklu máli í aðdraganda kosninga.

Hvaða mannkostir skipta máli þegar við veljum okkur forseta?

Sitt sýnist hverjum en mörgum kemur saman um það að forseti eigi að vera manneskja sem getur komið fram af sanngirni og heiðarleika og verið sameiningartákn á erfiðum stundum.

Mörgum finnst forsetaefni eiga að hafa reynslu úr pólitík eða stjórnunarstörfum en öðrum finnst mest um vert að í embættið veljist hugsjónamanneskja.

Sumir af frambjóðendum þeim sem nú bjóða sig fram hafa skýra sýn á embættið og vilja breytt samfélag en aðrir eru róttækir og vilja umbylta Bessastöðum og breyta þeim í barnaleikvöll.

En stóra spurningin er, þarf forseti að vera skemmtilegur?

Og þá er komið að könnun Sykurs. Hvaða frambjóðandi burt séð frá því hvað þú ætlar að kjósa finnst þér skemmtilegastur ef þú tekur mið af því sem þú hefur séð og heyrt til viðkomandi á undanförnum vikum?

Hvaða forsetaframbjóðandi er skemmtilegastur að mati þjóðarinnar? Fáum svar við þessu og endilega deilið svo við fáum botn í þetta sem fyrst!

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!