KVENNABLAÐIÐ

Nágrannar vilja bera út þrjár fjölskyldur fyrir að eiga hunda

Gæludýrahatur í Reykavík: Nágrannar í Stakkholti 2-4 vilja losna við þrjár fjölskyldur sem eiga hunda í blokkinni. Hilmar Birgir Ólafsson og Herdís Klausen eiga hundinn Tinna sem er Boston Terrier. Þrátt fyrir að Tinni hafi aldrei komið inn í sameign hússins sem þau búa í segja þau nokkra nágranna vilja berjast með kjafti og klóm fyrir því að bera fjölskyldurnar út. Tinni gengur inn og út um pall íbúðar þeirra.

 

Hilmar, Herdís og Tinni á góðri stund
Hilmar, Herdís og Tinni á góðri stund

 

Hilmar bjó til heimasíðu Stakkholtshunda þar sem þau biðla til nágrannanna að skrifa undir að hundarnir megi vera í blokkinni en í reglugerð um hundahald segir að 2/3 íbúa þurfi til að samþykkja að hundar megi búa í blokkinni. Húsfundur verður haldinn þann 1.júní hjá íbúunum. Telur Hilmar þetta vera ótrúlega reglugerð sem þyrfti að breyta hið snarasta þar sem Íslendingar eru að eignast hunda í mun ríkari mæli og telja þá til fjölskyldumeðlima.

Á heimasíðunni kynna þessar þrjár ungu fjölskyldur sig og hundana sína, sem eru allir þeirra fyrstu hundar. Vilja þau kynna sig fyrir nágrönnunum og auðvitað vilja þau ekki þurfa að selja íbúðirnar sínar. Leggja þau áherslu á að fólk fái að kynnast hundunum og bjuggu jafnvel til hitting laugardaginn 28. maí fyrir íbúana sem eru í yfir 100 íbúðum.

Ef það er áhugi fyrir því að kynnast hundunum þá ætlum að hafa hitting á Klambratúni fyrir framan Kjarvalstaði næstkomandi laugardag, þann 28. maí kl. 14:00. Það væri svo ótrúlega gaman að sjá einhver ykkar. Eins ef þið komist ekki á laugardaginn þá er ykkur öllum velkomið að dingla bjöllunni hjá okkur og kíkja í heimsókn. Við tökum vel á móti öllum.

Hafa þau fengið hótanir frá Heilbrigðisyfirvöldum þess efnis að hundana verði að fjarlægja innan tveggja vikna fáist ekki samþykki.

Biðla Hilmar og Herdís til þeirra sem þekkja fólk í Stakkholti 2-4 að kjósa með Tinna eða hafa samband við þau til að kjósa.

Hér er textinn af heimasíðunni frá eigendum hundanna:

Við erum þrjú ung pör sem búum í Stakkholti 2a. Við eigum það sameiginlegt að hundar eru partur af fjölskyldum okkar. Hildur, Grímur og Aría búa í 202, Lucia , Aðalgeir og Effý búa í 201 og Herdís, Hilmar og Tinni búa í 102.

Við höfum lagt okkur öll fram við það að láta vera sem minnsta truflun af hundunum okkar. Enginn óþrifnaður hefur verið af þeim, lítið heyrist í þeim og þeir koma sáralítið inn í sameign hússins.

Ef þú kæri nágranni sérð þér fært um að kjósa með því að leyfa okkur að hafa hundana okkar verðum við þér ævinlega þakklát.

Skoðaðu heimasíðuna þeirra til að sjá hversu miklu máli hundarnir skipta líf þessara fjölskyldna!

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!