KVENNABLAÐIÐ

Hvernig lítur Sia út? – Myndir

Hin heimsþekkta söngkona Sia Furler hefur sjaldan sýnt á sér andlitið. Hefur hún oftast fengið Maddie Ziegler til að leika í myndböndunum sínum og hefur henni alltaf fundist einkalífið mikilvægt. Sia er áströlsk, fædd þann 18 desember árið 1975. Er söngkonan tvíkynhneigð, hún er grænmetisæta og hefur átt í baráttu við áfengis- og eiturlyfjafíkn. Platan hennar, Chandelier, fjallar að mestu um edrúlífið.

Árið 1997 flutti Sia til London með kærastanum sínum Dan Potifex. Nokkrum vikum seinna, þegar hún var erlendis í Taílandi, fékk hún þær hörmulegu fréttir að hann hefði látist í bílslysi í London. Sia fór aftur heim til Ástralíu í kjölfarið. Platan sem hún gaf út árið 2001 Healing Is Difficult fjallar um hvernig hún náði að fóta sig eftir að Dan dó. „Ég var mjög fucked up eftir að Dan dó. Ég fann engar tilfinningar. Ég vissi ég hefði einhvern tilgang og ég væri elskuð en ég fann ekki neitt.“

Sia tók mikið af eiturlyfjum og drakk í sex ár eftir dauða hans. Hún planlagði jafnvel sjálfsmorð og var komin svo langt að hún var búin að skrifa bréf til sinna nánustu.

Sia kaus þó edrúlífið og hélt áfram að semja tónlist. Hún þurfti að aflýsa öllum tónleikum í júnímánuði 2010 vegna slæmrar heilsu. Hún fékk stöðug kvíðaköst og var haldin miklu orkuleysi. Hún var síðan greind með Graves´ heilkennið sem er sjálfsónæmissjúkdómur.

Sia giftist Erik Anders Lang árið 2014 á heimili þeirra í Palm Springs, Kaliforníu. Erik er kvikmyndagerðarmaður.

Platan hennar frá árinu 2014, 1000 forms of fear, hefur slegið heldur betur í gegn og nýverið gaf hún út aðra, This is acting (2016)

 

sia-refuses-to-show-her-face-during-chelsea-lately-interview-video

 

sia1

 

sia3

 

sia4

 

sia5

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!