KVENNABLAÐIÐ

Eurovision – Drykkjuleikurinn

Í kvöld stígur Gréta Salóme á svið í Stokkhólmi í undanúrslitakeppni Eurovision og þó það sé vinnudagur á morgun ætla margir að fá sér í glas af þessu tilefni. Hörðustu drykkjumenn sem eru að skemmta sér í góðra vina hópi þar sem börn eru víðs fjarri geta leikið þennan leik sér til skemmtunar.

Eurovision drykkjuleikurinn – þið ákveðið hvort þetta á að vera snaps eða bara penn léttvíns eða bjórsopi þegar leikmenn  VERÐA að fá sér sopa. Þið eruð fullorðið fólk og setjið reglurnar:

Allir VERÐA að fá sér SOPA/SNAPS þegar eftirfarandi gerist:

Þegar Gísli Marteinn segir brandara sem er annað hvort alveg ófyndinn eða tvíræður

Þegar Gísli Marteinn tvítar á Twitter

Flugeldar springa á sviðinu

Þegar söngvara byrja lagið með því að snúa baki í áhorfendur

þegar söngvarar falla á kné í atriði sínu

Þegar söngvarar fela andlit sitt í höndum sér

Þegar einhver birtist á sviðinu í fatnaði sem á bara heima á leikbúningasafni eða í kynlífsbúð

Þegar þú getur sungið þekkt (ekki Eurovision) lag við lag sem flutt er á sviðinu í Stokkhólmi.

Þegar eitthvert land kemur fram í þjóðbúning

Þegar söngvarar syngja á móðurmáli sínu

Þegar land notar vindvél í atriði sínu

Berfættur söngvari birtist

Þegar land gefur nágrannalandi stig

Þegar Ísland fær 12 stig í símakosningu frá einhverri þjóð

Ef Ísland fær 0 stig í símakosningu frá einhverri þjóð

Ef Ísland kemst í úrslitakeppnina

Ef Ísland kemst ekki í úrslitakeppnina

Góða skemmtun

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!