KVENNABLAÐIÐ

Fjölskylda Prince ætlar að halda sína eigin minningarathöfn

Þau vilja minnast poppgoðsins „á réttan hátt.“ Hálfbræður Prince Alfred Jackson, John Nelson, Norrine Nelson, Omarr Baker, Sharon Nelson og systir hans Tyka Nelson ætla að halda minningarathöfn innan skamms sem verður opinber.

„Við viljum að allir viti að það hefur ekki verið haldin nein jarðarför á neinn hátt þrátt fyrir umsagnir fjölmiðla. Prince og tónlist hans hafði mikil áhrif á fólk og viljum við gera þetta á réttan hátt. Við þökkum fólki þolinmæðina sem hefur einnig sýnt okkur ómældan stuðning og sent okkur kveðjur. Við hlökkum til að deila okkar stundum með öllum í minningarathöfn þar sem við kveðjum hann almennilega. Við sendum út nánari upplýsingar á næstu dögum.“

Prince lét ekki eftir sig neina erfðaskrá og hefur dómari ákveðið að halda þurfi DNA kóngsins eftir ef faðernismál kunni að koma upp.

Heimild: Mashable

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!