KVENNABLAÐIÐ

Um hvað er eiginlega spjallað í heitu pottunum?

Einstök og heillandi menning Íslendinga: Heimildarmyndin Heiti potturinn eftir Hörpu Fönn Sigurjónsdóttur verður frumsýnd á Skjaldborgarhátíðinni á Patriksfirði sem fer fram dagana 13. – 16. maí. Heiti potturinn er stutt heimildamynd sem fangar einstaka og heillandi menningu Íslendinga – umræðurnar og persónurnar í heita pottinum.

 

Myndin færir áhorfandann inn í heim heita pottsins og fléttar saman myndskreytingum og hljóðmynd við klassíska heimildagerð en Lára Garðarsdóttir sá um að myndskreyta heimildamyndina.

 

hp1
Umfangsefnið er Húnahópurinn sem mætir stundvíslega kl. 06:30 á hverjum morgni í Vestubæjarlauginni og ræðir allt milli himins og jarðar. Áhorfandinn fær að fylgjast með samræðum og upplifa það að vera með í heita pottinum og hluti af Húnahópnum sem mætir sama hvernig viðrar. Harpa gekk til liðs við hópinn og fylgdi honum eftir í hálft ár en hópurinn kaus hana sem nýliða ársins á árlegri uppskeruhátíð.
Harpa mun að auki halda tónleika á Skjaldborgarhátíðinni í heita pottinum en hún semur tónlistina í myndinni en auk þess má hlýða á lög eftir Íslenska þursaflokknum, KiraKira og dj. Flugvélar og geimskip. Myndin hlaut styrk hjá Kvikmyndamiðstöð Íslands og mun vera sýnd á erlendum kvikmyndahátíðum eftir frumsýninguna. Myndin er meðal annars að fara taka þátt á kvikmyndamarkaði hinni virtu Sheffield Doc Fest kvikmyndahátíð í Bretlandi í byrjun júní.
Harpa Fönn Sigurjónsdóttir, leikstjóri og höfundur myndarinnar hefur gert myndir á borð við Fjallkonan hrópar á vægð og The Last Thing sem var frumsýnd á Nordisk Panorama og öðrum erlendum hátíðum. Askja Films er framleiðandi myndarinnar ásamt Hörpu Fönn en eigandi fyrirtækisins er Eva Sigurðardóttir sem hefur áralangan bakgrunn í framleiðslu en hún vann Edduverðlaun í ár fyrir bestu stuttmynd og var framleiðslustjóri myndarinnar Hrútar eftir Grím Hákonarson.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!