KVENNABLAÐIÐ

Langar þig í æðislegt sumarvín…núna? Taktu þátt í leiknum!

Langmestseldu freyðivín á Íslandi: Santero vínin eru Íslendingum löngu kunn. Þar má nefna Santero Moscato og Santero Prosecco. Santero framleiðir ekki bara freyðivín og Vínbúðirnar selja einnig frá þessu dásamlega ítalska fyrirtæki rósavín, hvítvín, rauðvín og eftirréttavín.Við erum í gjafastuði og það eina sem þú þarft að gera er að kvitta við færsluna á Facebook og við gætum einmitt valið þig til að gleðja! Við drögum út á föstudaginn!

 

Flöskurnar vekja athygli hvar sem er, enda um einstaka hönnun að ræða sem fer vel á borði.

dile rautt

 

Dile D Rosso kr. 1.970

 

Rósavín hafa því miður ekki verið sérlega vinsæl á Íslandi undanfarin ár og ástæðan kannski sú að eingöngu voru til léleg rósavín hér á árum áður. Þetta er sem betur fer að breytast og það er í takt við það sem er að gerast erlendis. Gott rósavín er frábær valkostur og þetta ætti að falla vel í kramið. Í nefi má finna blóm eins og rósir og fjólur og smá kirsuber. Í munni rauð ber, eplahýði og jarðarber. Þetta vín passar vel með léttum pastaréttum, hvítu kjöti og léttum fiskréttum. Það er náttúrlega frábært eitt sér.

 

dile hvitt

 

Dile D Bianco kr. 1.970

 

Í þetta vín er notuð blanda af hvítvínsþrúgum frá svæðinu og árangurinn ansi skemmtilegur. Í nefi má finna ávexti og blóm og í munni er það vel þurrt með bragði af stjörnuávöxtum o.fl. Ferskt vín sem smellpassar sem fordrykkur, með smáréttum og léttum fiskréttum.

 

 

dile rosa

 

Dile D Rosa kr. 2.150

 

Eins og hvítvínið er hér notast við ýmsar staðbundnar þrúgur eins og t.d. nebbiolo o.fl. Vínið hefur fallegan rúbínrauðan lit og í nefi má finna ávexti og nýtínd blóm. Vínið er þurrt og þar má finna rauð ber og vanillu og vínið er í góðu jafnvægi. Þetta fína rauðvín smellpassar með öllu rauðu kjöti og krydduðum ostum.

dile hvitt

 

Dile D Moscato kr. 1.090

 

Það er stundum erfitt að finna eftirréttavín á skaplegu verði en hér er eitt slíkt. Það er að sjálfsögðu sætt og í nefi má finna ferskleika, ávexti og blóm og smá peru. Í munni vínber, ferskju og peru. Passar vel með hinum ýmsu eftirréttum eins og t.d. kökum.

 

Það eina sem þú þarft að gera er að kvitta við færsluna á Facebook og við gætum einmitt valið þig til að gleðja!

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!