KVENNABLAÐIÐ

7 læknar sem þú þarft að hitta helst daglega

Lykillinn að vellíðan og góðri heilsu er að gefa sér tíma til að hugsa um sjálfan sig. Ef þú ferð ekki vel með þig þá er hætta á að þú sért ekki að njóta lífsins til fullnustu og þá geturðu líka lítið gefið öðrum. En hér eru sjö ‘læknar’ sem þú verður að hitta vikulega og það betsa er að það kostar ekkert að nýta sér þjónustu þeirra:

creatures-of-sunshine

SÓL

Sólin er að hækka á lofti og það er gott fyrir sálina að sjá þegar náttúran lifnar við eftir þennan kalda vetur. Nýttu sólarstundirnar. Sestu út í garð í hlýrri peysu og fáðu smá sól á andlitið.

young woman drinking with waterglass

VATN

Vatn er nauðsynlegt að drekka til að viðhalda heilbrigðri líkamsstarfssemi. Drekktu mikið vatn. það er gott fyrir þig og þú veist það.

1415072776617

LOFT

Andaðu að þér hreinu lofti og lærðu nokkrar öndunaræfingar til að draga úr streitu og kvíða. Útivera gerir öllum gott.

Young-family-walking

HREYFING

Hreyfðu þig daglega. Stuttir göngutúrar eru betra en ekkert. Teygðu á líkamanum þegar þú ferð á fætur.

images

MATUR

Hugsaðu um það hvað þú setur inn fyrir varir þínar. Er þetta hollt? Er þetta gott fyrir mig? Borðaðu hægt og reyndu að gefa þér tíma til að njóta matarins. Ekki borða afganga allra á heimilinu. Þú ert ekki ruslatunna.

stock-photo-17842813-woman-listening-to-the-music1

TÓNLIST

Hlustaðu á góða tónlist. Tónlist getur hjálpað þér að komast í gott skap – losað um tárin – hleypt reiðinni út eða komið þér í gríðarlegt stuð. Tónlist getur verið sáluhjálp.

asm-bec-nicolandos-resting

HVÍLD

Hvíldu þig. Reyndu að sofa vel og ekki skammast þín fyrir að leggja þig ef þú ert þreytt. Þú afkastar meiru ef þú ert úthvíld og taugakerfið mun þakka þér fyrir og reyndar fjölskyldan og vinirnir líka.

 

ChcX3GOUcAAtvfY.jpg-large

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!